Argentínumenn þurfa að halda áfram að semja Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2014 19:23 Dómstóll Vestanhafs hefur úrskurðað að viðræður argentínska ríkisins við kröfuhafa sína verði að halda áfram þrátt fyrir að Argentína hafi lýst yfir greiðslufalli. Vogunarsjóðir sem keypt hafa kröfur á argentínska ríkið eru í sumum tilvikum þeir sömu og keypt hafa skuldabréf föllnu bankanna hér á landi. Þegar Argentína lýsti síðast yfir greiðslufalli (e. default) árið 2001 samdi argentínska ríkið við 92% kröfuhafa sinna en hluti þeirra, bandarískir vogunarsjóðir, sættu sig ekki við þá samninga og kröfðust fullrar greiðslu fyrir sín ríkissuldabréf sem verðlögð eru á jafnvirði 170 milljarða króna. Kröfur þessara vogunarsjóða eru í raun ástæðan fyrir vanda landsins núna. Bandarískur dómstóll dæmdi vogunarsjóðunum í vil í síðasta mánuði og frestur stjórnvalda í Argentínu til að semja við þá rann út aðfaranótt fimmtudags. Þegar samningar tókust ekki ákvað ríkisstjórn Argentínu að lýsa yfir greiðslufalli í annað sinn á 13 árum. Jorge Capitanich, talsmaður argentínsku ríkisstjórnarinnar, kenndi bandarískum dómstólum um hvernig fór í viðtali við þarlenda fjölmiðla. Nafntogaðir pistlahöfundar um efnahagsmál hafa tekið málstað Argentínu. Til dæmis ritaði Martin Wolf einn af efnahagsritstjórum Financial Times þessa grein fyrr í sumar undir fyrirsögninni: Verjum Argentínu fyrir hrægömmunum. Í greininni segir Wolf að krafa um að Argentínumenn greiði skuldabréf sín að fullu sé „fjárkúgun með stuðningi bandarískra dómstóla.“Gjaldfella önnur bréf Yfirlýsing um greiðslufall þýðir að eigendur annarra skuldabréf geta gjaldfellt bréfin því gjaldfellingarákvæði í þessum bréfum verða virk. Það sama gera fyrirtæki sem hafa tryggt skuldir argentínska ríkisins með sérstökum skuldatryggingum. Í gær kvað dómstóll í New York síðan upp úrskurð þess efnis að argentínska ríkið verði að halda áfram viðræðum við kröfuhafa sína þrátt fyrir yfirlýsingu um greiðslufall.Fjárfesta í ríkjum þar sem neyð ríkir Hrægammasjóðirnir sem eiga kröfu á argentínska ríkið eru í mörgum tilvikum þeir sömu og hafa keypt skuldabréf föllnu bankanna hér á Íslandi á hrakvirði.Þar má nefna sjóðinn Elliott Management sem sérhæfir sig í að fjárfesta í ríkjum sem glíma við neyð eða standa frammi fyrir greiðsluþroti. Hrægammasjóðir af þessu tagi hafa komið sér þægilega fyrir á Íslandi en það er samt grundvallarmunur á stöðu Íslands og Argentínu því í tilfelli Argentínu eiga vogunarsjóðirnir kröfur á argentínska ríkið en hér á landi eiga þeir aðallega kröfur á fjármálafyrirtæki í slitum. Þeir eru því ekki að fara að banka upp á í fjármálaráðuneytinu við Arnarhvol í fyrirsjáanlegri framtíð. Tengdar fréttir Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00 Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00 Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Dómstóll Vestanhafs hefur úrskurðað að viðræður argentínska ríkisins við kröfuhafa sína verði að halda áfram þrátt fyrir að Argentína hafi lýst yfir greiðslufalli. Vogunarsjóðir sem keypt hafa kröfur á argentínska ríkið eru í sumum tilvikum þeir sömu og keypt hafa skuldabréf föllnu bankanna hér á landi. Þegar Argentína lýsti síðast yfir greiðslufalli (e. default) árið 2001 samdi argentínska ríkið við 92% kröfuhafa sinna en hluti þeirra, bandarískir vogunarsjóðir, sættu sig ekki við þá samninga og kröfðust fullrar greiðslu fyrir sín ríkissuldabréf sem verðlögð eru á jafnvirði 170 milljarða króna. Kröfur þessara vogunarsjóða eru í raun ástæðan fyrir vanda landsins núna. Bandarískur dómstóll dæmdi vogunarsjóðunum í vil í síðasta mánuði og frestur stjórnvalda í Argentínu til að semja við þá rann út aðfaranótt fimmtudags. Þegar samningar tókust ekki ákvað ríkisstjórn Argentínu að lýsa yfir greiðslufalli í annað sinn á 13 árum. Jorge Capitanich, talsmaður argentínsku ríkisstjórnarinnar, kenndi bandarískum dómstólum um hvernig fór í viðtali við þarlenda fjölmiðla. Nafntogaðir pistlahöfundar um efnahagsmál hafa tekið málstað Argentínu. Til dæmis ritaði Martin Wolf einn af efnahagsritstjórum Financial Times þessa grein fyrr í sumar undir fyrirsögninni: Verjum Argentínu fyrir hrægömmunum. Í greininni segir Wolf að krafa um að Argentínumenn greiði skuldabréf sín að fullu sé „fjárkúgun með stuðningi bandarískra dómstóla.“Gjaldfella önnur bréf Yfirlýsing um greiðslufall þýðir að eigendur annarra skuldabréf geta gjaldfellt bréfin því gjaldfellingarákvæði í þessum bréfum verða virk. Það sama gera fyrirtæki sem hafa tryggt skuldir argentínska ríkisins með sérstökum skuldatryggingum. Í gær kvað dómstóll í New York síðan upp úrskurð þess efnis að argentínska ríkið verði að halda áfram viðræðum við kröfuhafa sína þrátt fyrir yfirlýsingu um greiðslufall.Fjárfesta í ríkjum þar sem neyð ríkir Hrægammasjóðirnir sem eiga kröfu á argentínska ríkið eru í mörgum tilvikum þeir sömu og hafa keypt skuldabréf föllnu bankanna hér á Íslandi á hrakvirði.Þar má nefna sjóðinn Elliott Management sem sérhæfir sig í að fjárfesta í ríkjum sem glíma við neyð eða standa frammi fyrir greiðsluþroti. Hrægammasjóðir af þessu tagi hafa komið sér þægilega fyrir á Íslandi en það er samt grundvallarmunur á stöðu Íslands og Argentínu því í tilfelli Argentínu eiga vogunarsjóðirnir kröfur á argentínska ríkið en hér á landi eiga þeir aðallega kröfur á fjármálafyrirtæki í slitum. Þeir eru því ekki að fara að banka upp á í fjármálaráðuneytinu við Arnarhvol í fyrirsjáanlegri framtíð.
Tengdar fréttir Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00 Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00 Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00
Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00
Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent