Samkvæmt The Guardian hafði verið náð í leikinn rúmlega 1000 sinnum síðan honum var ýtt úr vör 29. júlí síðastliðinn.
Talsmaður Google segir að leikurinn hafi verið fjarlægður vegna þess að hann „braut gegn skilmálum fyrirtækisins“ þó talið sé að afturköllunina megi frekar rekja til óánægjuöldunnar sem reis hátt á samfélagsmiðlum í kjölfar útgáfu leiksins.
Ekki var tekið fram hvaða skilmála fyrirtækisins leikurinn stríddi gegn en ein klausa kveður á um að Google áskilji sér réttinn til að eyða smáforritum sem hvetja til fordóma, eineltis og ofbeldis.
Facebook hefur þó ekki enn fjarlægt leikinn og geta áhugasamir nálgast hann í gegnum leikjasafn vefsins.
Hér að neðan má sjá stutt myndbrot af leiknum í spilun.