Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 18:41 Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins í Stokkhólmi. vísir/getty „Þetta er bara draumur - það er frábært að vera í aðalbardaganum hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð,“ segir Gunnar Nelson, en eins og Vísir greindi frá berst hann í aðalbardagakvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi í byrjun október. „Þetta var bara ákveðið í dag. Viðræður hófust í vikunni, en við samþykktum þetta í dag,“ segir Gunnar við Vísi, en hann hafði ætlað að taka sér frí eftir sigurinn á Zak Cummings á dögunum. „Ég fæ bara að heyra það frá UFC að það vill að ég fari fyrir þessu kvöldi. Ég ætlaði nú að taka mér frí, en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar sem er nýbakaður faðir. „En það er töluvert stutt í þetta þannig ég get afgreitt þennan bardaga og tekið mér svo frí. Það er líka flott að fá þennan bardaga svona stutt eftir hinn. Það er enn hiti eftir hann.“ Áhuginn á blönduðum bardagalistum er gríðarlegur í Svíþjóð, ekki síst vegna léttþungavigtar kappans AlexandersGustafson, sem er einn sá besti í heimi. Gunnar er eðlilega mjög spenntur fyrir kvöldinu og ánægður með það hvernig hann er að færast ofar í sportinu. „Svona gengur þetta. Síðan eftir þennan bardaga verða ekkert nema aðalbardagar eftir það. Bara „headline fights“,“ segir hann léttur og kátur.Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hefur núverandi meistara, JohnnyHendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörku bardagi,“ segir Gunnar sem segist þó sigurviss að vanda. Einn besti vinur Gunnars, írska ofurstjarnan ConorMcGregor, berst næst í Las Vegas, en Gunnar æfir með honum fyrir alla bardaga. Á því verður engin breyting. „Ég fer sennilega til Vegas, æfi með Conor og flýg beint þaðan til Svíþjóðar. Við höfum æft saman í sex til sjö ár núna,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
„Þetta er bara draumur - það er frábært að vera í aðalbardaganum hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð,“ segir Gunnar Nelson, en eins og Vísir greindi frá berst hann í aðalbardagakvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi í byrjun október. „Þetta var bara ákveðið í dag. Viðræður hófust í vikunni, en við samþykktum þetta í dag,“ segir Gunnar við Vísi, en hann hafði ætlað að taka sér frí eftir sigurinn á Zak Cummings á dögunum. „Ég fæ bara að heyra það frá UFC að það vill að ég fari fyrir þessu kvöldi. Ég ætlaði nú að taka mér frí, en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar sem er nýbakaður faðir. „En það er töluvert stutt í þetta þannig ég get afgreitt þennan bardaga og tekið mér svo frí. Það er líka flott að fá þennan bardaga svona stutt eftir hinn. Það er enn hiti eftir hann.“ Áhuginn á blönduðum bardagalistum er gríðarlegur í Svíþjóð, ekki síst vegna léttþungavigtar kappans AlexandersGustafson, sem er einn sá besti í heimi. Gunnar er eðlilega mjög spenntur fyrir kvöldinu og ánægður með það hvernig hann er að færast ofar í sportinu. „Svona gengur þetta. Síðan eftir þennan bardaga verða ekkert nema aðalbardagar eftir það. Bara „headline fights“,“ segir hann léttur og kátur.Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hefur núverandi meistara, JohnnyHendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörku bardagi,“ segir Gunnar sem segist þó sigurviss að vanda. Einn besti vinur Gunnars, írska ofurstjarnan ConorMcGregor, berst næst í Las Vegas, en Gunnar æfir með honum fyrir alla bardaga. Á því verður engin breyting. „Ég fer sennilega til Vegas, æfi með Conor og flýg beint þaðan til Svíþjóðar. Við höfum æft saman í sex til sjö ár núna,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum