Hamas samtökin á Gasa hafa nú alfarið hafnað framlengingu á vopnahléinu sem tók gildi á þriðjudag. Því lauk klukkan fimm í morgun og skömmu síðar bárust fregnir frá Ísrael þess efnis að Hamas hefði skotið nokkrum eldflaugum inn í Ísrael.
Engar fregnir hafa borist af tjóni vegna þeirra og hersveitir Ísraela hafa enn ekki brugðist við.
Nú er talið að 1940 manns hafi látist á Gasa eftir að árásir Ísraela hófust í byrjun júlí. Þar af eru 1840 Palestínumenn, meirihlutinn óbreyttir borgarar, eða 1354, samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum. 415 börn eru sögð hafa látist og 214 konur.
Vopnahléinu á Gasa er lokið
