Tíu ára drengur lést í loftárás Ísraelshers á Gasa í morgun en árásin var svar Ísraela við flugskeytaárás Hamasliða inn í Ísrael. Sprengjan sprakk nærri mosku í Gasaborg.
Varnakerfi Ísraels náði að eyða hluta flauga Hamas en tveir menn særðust. Þar með er þriggja daga vopnahléi lokið en ekki tókst að ná samkomulagi um framlengingu þess á fundi í Kaíro í Egyptalandi.
Nú er talið að 1940 manns hafi látist á Gasa eftir að árásir Ísraela hófust í byrjun júlí. Þar af eru 1840 Palestínumenn, meirihlutinn óbreyttir borgarar, eða 1354, samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum. 447 börn eru sögð hafa látist og 214 konur.
