Samkvæmt ítalska dagblaðinu Gazzetta dello Sport munu Southampton og Internazionale skipta á framherjanum Daniel Osvaldo og miðjumanninum Sapher Taider.
Osvaldo var keyptur til Dýrlinganna fyrir um 13 milljónir punda fyrir síðasta tímabil, en var ekki í náðinni hjá Mauricio Pochettino og var lánaður til Juventus seinni hluta tímabilsins.
Alsíringurinn Taïder gekk til liðs við Inter í fyrrasumar. Hann lék 25 leiki og skoraði eitt mark á síðasta tímabili.
Southampton og Inter íhuga leikmannaskipti

Tengdar fréttir

Dýrasti leikmaður Southampton í tveggja vikna agabann
Pablo Daniel Osvaldo, framherji Southampton, hefur verið settur í tveggja vikna agabann hjá félaginu eftir atvik sem gerðist á æfingasvæði enska úrvalsdeildarfélagsins.

Osvaldo blóðgaði liðsfélaga sinn á æfingu
Ítalinn Pablo Osvaldo var í dag settur í tveggja vikna agabann hjá félagi sínu Southampton í ensku úrvalsdeildinni en BBC hefur nú heimildir fyrir því að Osvaldo hafi slegist við liðsfélaga sinn á æfingu liðsins.