Grimmdarverkin halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 12:00 vísir/ap Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan. Gasa Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan.
Gasa Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira