Bólivíumenn lýsa því yfir að Ísrael sé "hryðjuverkaríki“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. júlí 2014 11:50 Evo Morales segir Ísrael ekki virða mannréttindasáttmála SÞ. Vísir/GETTY/AFP Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að Ísrael væri „hryðjuverkaríki“, vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Samhliða yfirlýsingunni voru gerðar breytingar á samskiptum ríkjanna. Nú þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bólivíu. Árið 1972 skrifuðu fulltrúar Ísraels og Bólivíu undir samkomulag sem fól í sér að ríkisborgarar ríkjanna þyrftu ekki vegabréfsáritanir þegar þeir ferðuðust á milli landanna. Bólivíumenn skipta ríkjum heimsins upp í flokka, eftir því hversu ítarlegar samþykktir ríkisborgarar þeirra ríkja þurfa að fá til að hljóta vegabréfsáritun. Ísrael er nú komið í neðsta flokkinn - þann þriðja - og þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja um vegabréfsáritun til Útlendingastofnunar Bólivíu. „Með öðrum orðum erum við að lýsa því yfir að Ísrael sé hryðjuverkaríki," segir Evo Morales í samtali við bólivíska miðilinn Página Siete og bætir við: „Ísraelsmenn hafa ekki virt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna." Í frétt frá USA Today kemur fram að ungt fólk frá Ísrael ferðast gjarnan til Suður Ameríku. Samskipti landsins við ríki álfunnar eru nú orðin stirð. Brasilía, Chile, Ekvador og Perú hafa kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. Í vikunni sagði Vísir frá því að talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans hefði hnýtt í Brasilíumenn vegna þess að knattspyrnulandsliðið tapaði 7-1 fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í sumar. Hann sagði jafnframt að Brasilía „væri enn diplómatískur dvergur." Þessi ummæli hans komu eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Gasa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að Ísrael væri „hryðjuverkaríki“, vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Samhliða yfirlýsingunni voru gerðar breytingar á samskiptum ríkjanna. Nú þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bólivíu. Árið 1972 skrifuðu fulltrúar Ísraels og Bólivíu undir samkomulag sem fól í sér að ríkisborgarar ríkjanna þyrftu ekki vegabréfsáritanir þegar þeir ferðuðust á milli landanna. Bólivíumenn skipta ríkjum heimsins upp í flokka, eftir því hversu ítarlegar samþykktir ríkisborgarar þeirra ríkja þurfa að fá til að hljóta vegabréfsáritun. Ísrael er nú komið í neðsta flokkinn - þann þriðja - og þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja um vegabréfsáritun til Útlendingastofnunar Bólivíu. „Með öðrum orðum erum við að lýsa því yfir að Ísrael sé hryðjuverkaríki," segir Evo Morales í samtali við bólivíska miðilinn Página Siete og bætir við: „Ísraelsmenn hafa ekki virt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna." Í frétt frá USA Today kemur fram að ungt fólk frá Ísrael ferðast gjarnan til Suður Ameríku. Samskipti landsins við ríki álfunnar eru nú orðin stirð. Brasilía, Chile, Ekvador og Perú hafa kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. Í vikunni sagði Vísir frá því að talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans hefði hnýtt í Brasilíumenn vegna þess að knattspyrnulandsliðið tapaði 7-1 fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í sumar. Hann sagði jafnframt að Brasilía „væri enn diplómatískur dvergur." Þessi ummæli hans komu eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv.
Gasa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira