Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 31. júlí 2014 13:39 vísir/Arnþór Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. Pólska liðið er sterkt og sótti meira í leiknum en Stjarnan lék frábæran varnarleik og þegar Poznan náði skoti á mark var Ingvar Jónsson frábær í markinu. Stjarnan fékk þó fyrsta færi leiksins og sýndi að liðið getur hæglega skapað sér færi gegn þessum sterka andstæðing þó liðið sé minna með boltann. Pólska liðið hélt boltanum vel, er með öfluga kantmenn og sterka leikmenn í flestum stöðum. Sóknarmennirnir skutu þegar þeir sáu markið en Stjarnan stóðst pressuna vel og náði góðum sóknum inn á milli. Stjarnan hefur sýnt það í deildinni og Evrópukeppinni í sumar að liðið getur varist vel, er skipulagt og stórhættulegt í skyndisóknum. Því fengu gestirnir vel að kynnast því Rolf Toft skoraði mark Stjörnunnar eftir skyndisókn á þriðju mínútu seinni hálfleiks og fékk Ólafur Karl Finsen annað færi til að bæta við marki seinna í hálfleiknum eftir hraða sókn. Poznan liðið sýndi að það er öflugt og er ljóst að Stjörnunnar bíður verðugt verkefni ytra í seinni leiknum. Haldi Stjarnan skipulagi líkt og í kvöld og Ingvar verði aftur í stuði í markinu getur allt gerst í seinni leiknum fyrir framan rúmlega 43.000 öskrandi áhorfendur í Póllandi. Þetta var fimmti Evrópuleikur Stjörnunnar í sumar og á liðið enn eftir að tapa sem verður að teljast magnað afrek hjá liði sem tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Rúnar Páll: Eigum fullan séns í þetta lið„Þetta var frábær sigur og mjög stór sigur fyrir okkur og íslenska fótbolta að vinna þetta sterka lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. „Við vitum að þetta er bara hálfleikur. Við erum yfir í stöðunni og hrikalega ánægðir með þennan leik. „Það er frábært að halda hreinu hérna á heimavelli. Það er lykilatriði. Það var ekki verra að fá eitt mark á þá og vinna leikinn. Við eigum hellings möguleika á mjög erfiðum útivelli. „Mér fannst varnarleikurinn alveg frábær allan leikinn. Ef þeir fengu færi þá varði Ingvar þessi skot sem komu utan af velli. Þeir sköpuðu engar svakalegar hættur. „Varnarleikurinn hélt mjög vel og við erum alltaf stórhættulegir í okkar sóknum. Við sáum það fyrsta korterið í leiknum að við eigum fullan séns í þetta lið. Menn vaxa í því,“ sagði Rúnar Páll en forystan í einvíginu gefur Stjörnunni möguleika á að sækja hratt á Poznan leiki pólska liðið framarlega á vellinum. „Við höfum sýnt að við erum baneitraðir í þessum skyndisóknum og með mjög fljóta menn. Þeir fara sennilega hærra á okkur úti í Póllandi og þá vitum við að við eigum möguleika á að sækja hratt á þá.“ Ingvar: Frábært að fá alvöru leik þarna úti„Þetta var erfiður leikur. Þeir sóttu stíft allan leikinn og við fengum fá færi en við nýttum okkar færi og það er það sem skiptir máli á meðan þeir nýttu ekki sín,“ sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Eina skipti sem þetta var tæpt var þegar ég náði honum ekki og Höddi (Hörður Árnason) bjargaði á línu. Hitt var nokkuð öruggt. „Þetta er bara fótbolti og þetta eru kannski betri leikmenn og fljótari en mér fannst ekki vera mikill munur,“ á leikmönnum Poznan og leikmönnum í Pepsí deildinni sagði Ingvar. „Það er frábært að fá þetta í alvöru leik þarna úti. Það verður frábær upplifun að leika á þessum velli þarna hjá þeim. Það er frábært að hafa haldið hreinu og sett mark á þá. „Okkur fannst mikið af fólki í Motherwell og það voru 5.000 manns þar. Það er vonandi að við náum skrekknum úr okkur fyrir leik,“ sagði Ingvar sem fór beint til sjúkraþjálfara að leik loknum. „Ég fékk smá slink á hnéið fyrir viku síðan og gat ekki spilað á sunnudaginn. Ég var smá tæpur en Rúnar segir að þetta sé bara væll þannig að við tökum því bara þannig. Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. Pólska liðið er sterkt og sótti meira í leiknum en Stjarnan lék frábæran varnarleik og þegar Poznan náði skoti á mark var Ingvar Jónsson frábær í markinu. Stjarnan fékk þó fyrsta færi leiksins og sýndi að liðið getur hæglega skapað sér færi gegn þessum sterka andstæðing þó liðið sé minna með boltann. Pólska liðið hélt boltanum vel, er með öfluga kantmenn og sterka leikmenn í flestum stöðum. Sóknarmennirnir skutu þegar þeir sáu markið en Stjarnan stóðst pressuna vel og náði góðum sóknum inn á milli. Stjarnan hefur sýnt það í deildinni og Evrópukeppinni í sumar að liðið getur varist vel, er skipulagt og stórhættulegt í skyndisóknum. Því fengu gestirnir vel að kynnast því Rolf Toft skoraði mark Stjörnunnar eftir skyndisókn á þriðju mínútu seinni hálfleiks og fékk Ólafur Karl Finsen annað færi til að bæta við marki seinna í hálfleiknum eftir hraða sókn. Poznan liðið sýndi að það er öflugt og er ljóst að Stjörnunnar bíður verðugt verkefni ytra í seinni leiknum. Haldi Stjarnan skipulagi líkt og í kvöld og Ingvar verði aftur í stuði í markinu getur allt gerst í seinni leiknum fyrir framan rúmlega 43.000 öskrandi áhorfendur í Póllandi. Þetta var fimmti Evrópuleikur Stjörnunnar í sumar og á liðið enn eftir að tapa sem verður að teljast magnað afrek hjá liði sem tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Rúnar Páll: Eigum fullan séns í þetta lið„Þetta var frábær sigur og mjög stór sigur fyrir okkur og íslenska fótbolta að vinna þetta sterka lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. „Við vitum að þetta er bara hálfleikur. Við erum yfir í stöðunni og hrikalega ánægðir með þennan leik. „Það er frábært að halda hreinu hérna á heimavelli. Það er lykilatriði. Það var ekki verra að fá eitt mark á þá og vinna leikinn. Við eigum hellings möguleika á mjög erfiðum útivelli. „Mér fannst varnarleikurinn alveg frábær allan leikinn. Ef þeir fengu færi þá varði Ingvar þessi skot sem komu utan af velli. Þeir sköpuðu engar svakalegar hættur. „Varnarleikurinn hélt mjög vel og við erum alltaf stórhættulegir í okkar sóknum. Við sáum það fyrsta korterið í leiknum að við eigum fullan séns í þetta lið. Menn vaxa í því,“ sagði Rúnar Páll en forystan í einvíginu gefur Stjörnunni möguleika á að sækja hratt á Poznan leiki pólska liðið framarlega á vellinum. „Við höfum sýnt að við erum baneitraðir í þessum skyndisóknum og með mjög fljóta menn. Þeir fara sennilega hærra á okkur úti í Póllandi og þá vitum við að við eigum möguleika á að sækja hratt á þá.“ Ingvar: Frábært að fá alvöru leik þarna úti„Þetta var erfiður leikur. Þeir sóttu stíft allan leikinn og við fengum fá færi en við nýttum okkar færi og það er það sem skiptir máli á meðan þeir nýttu ekki sín,“ sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Eina skipti sem þetta var tæpt var þegar ég náði honum ekki og Höddi (Hörður Árnason) bjargaði á línu. Hitt var nokkuð öruggt. „Þetta er bara fótbolti og þetta eru kannski betri leikmenn og fljótari en mér fannst ekki vera mikill munur,“ á leikmönnum Poznan og leikmönnum í Pepsí deildinni sagði Ingvar. „Það er frábært að fá þetta í alvöru leik þarna úti. Það verður frábær upplifun að leika á þessum velli þarna hjá þeim. Það er frábært að hafa haldið hreinu og sett mark á þá. „Okkur fannst mikið af fólki í Motherwell og það voru 5.000 manns þar. Það er vonandi að við náum skrekknum úr okkur fyrir leik,“ sagði Ingvar sem fór beint til sjúkraþjálfara að leik loknum. „Ég fékk smá slink á hnéið fyrir viku síðan og gat ekki spilað á sunnudaginn. Ég var smá tæpur en Rúnar segir að þetta sé bara væll þannig að við tökum því bara þannig.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira