Topplið Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök, en Björk Gunnarsdóttir og Inga Birna Friðjónsdóttir eru gengnar til liðs við félagið á nýjan leik.
Björk kemur til Garðabæjarliðsins frá Breiðabliki þar sem hún hefur leikið tvö síðustu ár. Björk hefur hins vegar ekkert spilað í sumar, en hún eignaðist barn fyrir rúmum tveimur mánuðum.
Björk, sem leikur í stöðu framherja, lék síðast með Stjörnunni tímabilið 2009 og skoraði þá 16 mörk í 18 deildarleikjum. Hún hefur leikið einn landsleik fyrir Íslands hönd.
Inga Birna kemur frá Danmörku þar sem hún hefur leikið að undanförnu. Inga Birna var í herbúðum Stjörnunnar á árunum 2006-2012 og skoraði þá 38 mörk í 103 deildarleikjum.
Hún varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2011 og bikarmeistari árið eftir.
Uppfært klukkan 15:40:
Helga Franklínsdóttir er einnig gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik, en hún lék sjö leiki með Fjölni í 1. deildinni fyrr í sumar.
Helga lék með Stjörnunni á árunum 2009-2012 og varð á þeim tíma bæði Íslands- og bikarmeistari með Garðabæjarliðinu.
Björk og Inga Birna snúa aftur í Garðabæinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn