Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet sitt 200 metra bringusundi öðru sinni í morgun þegar hann vann sundið á sterku boðsmóti í Los Angeles með 14. besta tíma ársins í greininni.
Anton Sveinn hefur farið mikinn á mótinu. Hann setti Íslandsmet í 400 metra bringusundi í gær og bætti metið í 200 metra sundinu í undanrásum.
Hann gerði enn betur í úrslitasundinu þegar hann synti á 2 mínútum og 10,72 sekúndum. Hann keppir í 100 metra bringusundi í kvöld og nótt.
