Kveikt í verslunum og gyðingar flýja ofsóknir Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 22:43 Lögregla tekur skýrslu af eiganda búðar sem kveikt var í í óeirðunum VÍSIR/GETTY Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty Gasa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty
Gasa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira