Gordíonshnútur Gaza-svæðisins Bjarni Halldór Janusson skrifar 24. júlí 2014 09:47 Fræg er sagan af því þegar Alexander hinn mikli kom til Gordíon í Litlu-Asíu. Þar leysti hann hinn svokallaða Gordíonshnút með því að höggva hann í sundur. Gordíonshnúturinn var talinn vera hin erfiðasta þraut manna á dögum Alexanders. Í tímanna rás hafa merkir menn reynt að leysa hin flóknustu deilumál heimsins. En slíkir rembihnútar verða ekki leystir auðveldlega. Menn reyna nú að leysa annan erfiðan rembingshnút - Gordíonshnútinn á Gaza-svæðinu.Viðbrögð alþjóðasamfélagsins Nú standa yfir miklar deilur milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Deilan um Palestínu hefur verið heimsfriðnum hættulegri en flest önnur deilumál síðustu áratuga. Þetta er einkum vegna áhrifa deilunnar á stjórnmál og stórveldahagsmuni í Mið-Austurlöndum, en í þeim heimshluta er meirihluti allrar vinnanlegrar olíu í heiminum. Nú ríkir stríðsástand á Gaza-svæðinu rétt eins og fyrir örfáum árum síðan. Fyrir rétt rúmlega ári síðan sagði Eli Yishai, þáverandi innanríkisráðherra, við fjölmiðla að Gaza ströndin yrði sprengd aftur til miðalda. Einnig sagði hann að Ísraelsmenn þyrftu að eyðileggja allar grunnstoðir samfélags Palestínumanna, taka í sundur vegi og neita þeim um aðgang að vatni. Margir ráðamenn Ísraels tóku þá undir með honum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, taldi Ísraelsríki þá hafa fullan rétt til þess að verja sig og studdi hernað þeirra gegn Palestínumönnum á Gaza-svæðinu. Nú undanfarið hafa háværar gagnrýnisraddir fræðimanna og mikil umfjöllun fjölmiðla fengið verðskuldaða athygli. Frá því að árásir hófust á Gaza-svæðinu fyrir ríflega fimmtán dögum síðan hafa hátt í 600 Palestínumanna látið lífið. Meirihluti fórnarlambanna eru almennir borgarar. Þá hafa 29 Ísraelsmenn, þar af tveir almennir borgarar, látið lífið á sama tíma vegna árása Hamas samtakanna. Þrátt fyrir þetta hörmulega ástand hefur Obama heitið Ísraelsmönnum stuðning sinn og bandarískar sjónvarpsstöðvar hafa þaggað niður í allri gagnrýni fréttamanna sinna. Meira en tvær milljónir manna eru flóttamenn vegna deilunnar. Ungir Palestínumenn í flóttamannabúðum eru þriðja kynslóð flóttamanna í þessum búðum. Síðustu misserin hafa mótmælendur haldið uppi linnulausum mótmælum gegn hernámi Ísraels og Ísraelsmenn hafa svarað til baka með því að skjóta til bana mikinn fjölda mótmælenda. Flest ríki heims hafa fordæmt þessi dráp Ísraelsmanna á flóttamönnum og kalla þetta stríðsglæp. Bandaríkjastjórn, sem hefur neitunarvald hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur hins vegar komið í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar beiti Ísraelsríki refsiaðgerðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó þrásinnis fordæmt hernám Ísraelsmanna og telja hernámið sams konar lögleysu og innrás Íraka í Kuwait. Ísraelsmenn misstu mikinn stuðning Sameinuðu þjóðanna eftir að þeir aðskildu sig frá Palestínumönnum með því að reisa múr við vesturbakkann. Ísraelsmenn byggja kröfur sínar til lands í Palestínu á því að gyðingar hafi verið þar fjölmennir fyrir tvö þúsund árum og fengið landið að gjöf frá guði, þessar hugmyndir eru fráleitar og algerlega byggðar á sandi. Byggð hefur verið í landinu í að minnsta kosti sjö þúsund ár og eru núverandi íbúar landsins afkomendur þessa fólks, auk araba sem komu þangað eftir sjöundu öld. Forfeður gyðinga virðast hafa komið til Palestínu fyrir um það bil þrjú þúsund árum síðan. Samfelld og skipulögð byggð hafði raunar staðið í Palestínu í rúm fjögur þúsund ár þegar gyðinga bar að garði.Tilkall til landsins Ísraelsríki var stofnað árið 1948 og síðan þá hafa rúmlega 1.5 milljón Palestínumanna dáið í átökum og tæplega 100.000 gyðinga. Allur hernaður Ísraels er í nafni hins opinbera og því er það ríkið sjálft sem hefur drepið þennan gríðarfjölda Palestínumanna. Hernaður Palestínumanna er nær undantekningarlaust framkvæmdur af skæruliðum og því í raun ekkert nema einstaklingar að framkvæma ódæðin. Stuttu eftir að Ísraelsríki var stofnað hófust átök milli Palestínumanna og Ísraelsmanna. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Folke Bernadotte, reyndi að semja frið milli þeirra en var myrtur af ísraelsku öfgasamtökunum Lehi, formaður þeirra, Yitzak Shamir, varð seinna forsætisráðherra Ísraels og er hann talinn bera ábyrgð á morðinu á Folke Bernadotte. Gyðingar gerðu ekkert tilkall til landsins fyrir en lok 19. aldar þegar félag síonista var stofnað, þá voru gyðingar ríflega 5% íbúanna. Þeim fjölgaði svo ört þangað til ársins 1922 þá fannst Palestínumönnum að nóg væri komið og sauð allt upp úr. Á þeim tíma voru gyðingar 84.000 en Palestínumenn 700.000 talsins. 25 árum síðar vildu Sameinuðu þjóðirnar, undir forystu Bandaríkjanna, gefa gyðingum 52% alls lands í Palestínu þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta á þeim tíma. Tæplega 20 árum síðar, árið 1967, réðu gyðingar svo allri Palestínu og meirihluti Palestínumanna bjó í flóttamannabúðum. Likud-bandalagið er sá stjórnmálaflokkur sem hefur oftast komist til valda í Ísrael og er forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, formaður flokksins í dag. Flokkurinn á rætur sínar að rekja til hryðjuverkasamtakanna Irgun. Sá maður sem varð fyrsti formaður flokksins var forsætisráðherra Ísraels, Menachem Begin. Hann var virkur hryðjuverkamaður á sínum tíma og stóð að öllum líkindum sjálfur fyrir morðum á 250 saklausum Palestínumönnum í bænum Deir Yassin í apríl 1948. Einnig er talið að Begin hafi átt beina aðild að sprengjuárás í Jerúsalem árið 1946 þar sem 80 manns, mest útlendingar, létust. Annar maðurinn til að gegna stöðu forsætisráðherra fyrir Likud-bandalagið var Yitzak Shamir, sem ég fjallaði stutt um hér á undan. Hryðjuverkasamtök síónista stóðu fyrir fjölda af viðurstyggilegum ódæðum og í mörgum tilvikum báru opinberir aðilar í Ísrael greinilega ábyrgð. Þessi samtök mynduðu síðar leyniþjónustu og her Ísraels. Palestínumenn voru nauðugir fluttir af heimilum sínum af opinberum aðilum Ísraelsríkis. Allt að milljón Palestínumanna voru hraktir með þessum hætti fyrstu misserin. Margir bandarískir og evrópskir gyðingar eru á móti stefnu Ísraels og hafa gagnrýnt ríkið harðlega. Fræðimaðurinn Noam Chomsky, sjálfur af gyðingaættum, er einn þeirra og hefur hann haldið fyrirlestra og skrifað þónokkrar bækur um þetta málefni. Honum hefur verið meinað aðgöngu í Ísrael vegna þess. Gerald Kaufman, breskur þingmaður og gyðingur, er annar þeirra. Hann gagnrýndi Ísraelsríki og líkti þeim við nasista í frægri ræðu sinni, sem hann hélt á breska þinginu, árið 2009. Hann sagði að Ísraelsríki réttlæti morðin á Palestínubúum á sama hátt og Nasistar réttlættu morð á gyðingum á sínum tíma. Bókstafstrúaðir gyðingar eru einnig á móti Ísraelsríki þar sem þeir telja að tilvist Ísraelsríkis brjóti gegn trú gyðinga.Að lokum Samkvæmt alþjóðalögum og samþykktum hafa flóttamenn fullan rétt til þess að snúa aftur til heimkynna sinna. Ákvæði þessa efnis er meðal annars að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, í alþjóðasáttmálanum um borgaraleg og pólitísk réttindi, í Genfarsáttmálanum og í ítrekuðum ályktunum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Að mínu mati er þetta óréttlátt af hálfu Ísraelsríkis og finnst mér sorglegt að sjá hvað mótmæli annarra þjóða hefur lítið vægi, einnig er getuleysi Bandaríkjanna aumkunarvert og aðgerðaleysi Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár til háborinnar skammar. Þó finnst mér svokölluð sniðganga (e. boycott) ekki rétta leiðin til þess að leysa vandamálin, slík aðgerð kemur sér verst fyrir almenning, sem ber ekki beint ábyrgð á aðgerðum Ísraelsstjórnar. Réttast væri að slíta stjórnarsamstarfi við Ísralesstjórn og hvetja til vopnahlés. Svo yrði samið til friðs og komið yrði á fót sjálfstæðu ríki Palestínumanna, eitthvað í líkingu við það sem það var árið 1947. Ísralesmenn fengu svo sinn hluta og Sameinuðu þjóðirnar tæku yfir stjórn Jerúsalem. Palestínumenn hlytu þá sömu réttindi og Ísraelsmenn á svæði Ísraelsmanna og sama ætti við um Ísraelsmenn á svæði Palestínumanna. Þetta er til að mynda ein lausn á vandamálinu. Að lokum vil ég ljúka þessari grein minni með tilvitnun frá einum þekktasta gyðingi og fræðimanni jarðar. „It would be my greatest sadness to see Jews do to Palestinian Arabs much of what Nazis did to Jews.“ – Albert Einstein Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Fræg er sagan af því þegar Alexander hinn mikli kom til Gordíon í Litlu-Asíu. Þar leysti hann hinn svokallaða Gordíonshnút með því að höggva hann í sundur. Gordíonshnúturinn var talinn vera hin erfiðasta þraut manna á dögum Alexanders. Í tímanna rás hafa merkir menn reynt að leysa hin flóknustu deilumál heimsins. En slíkir rembihnútar verða ekki leystir auðveldlega. Menn reyna nú að leysa annan erfiðan rembingshnút - Gordíonshnútinn á Gaza-svæðinu.Viðbrögð alþjóðasamfélagsins Nú standa yfir miklar deilur milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Deilan um Palestínu hefur verið heimsfriðnum hættulegri en flest önnur deilumál síðustu áratuga. Þetta er einkum vegna áhrifa deilunnar á stjórnmál og stórveldahagsmuni í Mið-Austurlöndum, en í þeim heimshluta er meirihluti allrar vinnanlegrar olíu í heiminum. Nú ríkir stríðsástand á Gaza-svæðinu rétt eins og fyrir örfáum árum síðan. Fyrir rétt rúmlega ári síðan sagði Eli Yishai, þáverandi innanríkisráðherra, við fjölmiðla að Gaza ströndin yrði sprengd aftur til miðalda. Einnig sagði hann að Ísraelsmenn þyrftu að eyðileggja allar grunnstoðir samfélags Palestínumanna, taka í sundur vegi og neita þeim um aðgang að vatni. Margir ráðamenn Ísraels tóku þá undir með honum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, taldi Ísraelsríki þá hafa fullan rétt til þess að verja sig og studdi hernað þeirra gegn Palestínumönnum á Gaza-svæðinu. Nú undanfarið hafa háværar gagnrýnisraddir fræðimanna og mikil umfjöllun fjölmiðla fengið verðskuldaða athygli. Frá því að árásir hófust á Gaza-svæðinu fyrir ríflega fimmtán dögum síðan hafa hátt í 600 Palestínumanna látið lífið. Meirihluti fórnarlambanna eru almennir borgarar. Þá hafa 29 Ísraelsmenn, þar af tveir almennir borgarar, látið lífið á sama tíma vegna árása Hamas samtakanna. Þrátt fyrir þetta hörmulega ástand hefur Obama heitið Ísraelsmönnum stuðning sinn og bandarískar sjónvarpsstöðvar hafa þaggað niður í allri gagnrýni fréttamanna sinna. Meira en tvær milljónir manna eru flóttamenn vegna deilunnar. Ungir Palestínumenn í flóttamannabúðum eru þriðja kynslóð flóttamanna í þessum búðum. Síðustu misserin hafa mótmælendur haldið uppi linnulausum mótmælum gegn hernámi Ísraels og Ísraelsmenn hafa svarað til baka með því að skjóta til bana mikinn fjölda mótmælenda. Flest ríki heims hafa fordæmt þessi dráp Ísraelsmanna á flóttamönnum og kalla þetta stríðsglæp. Bandaríkjastjórn, sem hefur neitunarvald hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur hins vegar komið í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar beiti Ísraelsríki refsiaðgerðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó þrásinnis fordæmt hernám Ísraelsmanna og telja hernámið sams konar lögleysu og innrás Íraka í Kuwait. Ísraelsmenn misstu mikinn stuðning Sameinuðu þjóðanna eftir að þeir aðskildu sig frá Palestínumönnum með því að reisa múr við vesturbakkann. Ísraelsmenn byggja kröfur sínar til lands í Palestínu á því að gyðingar hafi verið þar fjölmennir fyrir tvö þúsund árum og fengið landið að gjöf frá guði, þessar hugmyndir eru fráleitar og algerlega byggðar á sandi. Byggð hefur verið í landinu í að minnsta kosti sjö þúsund ár og eru núverandi íbúar landsins afkomendur þessa fólks, auk araba sem komu þangað eftir sjöundu öld. Forfeður gyðinga virðast hafa komið til Palestínu fyrir um það bil þrjú þúsund árum síðan. Samfelld og skipulögð byggð hafði raunar staðið í Palestínu í rúm fjögur þúsund ár þegar gyðinga bar að garði.Tilkall til landsins Ísraelsríki var stofnað árið 1948 og síðan þá hafa rúmlega 1.5 milljón Palestínumanna dáið í átökum og tæplega 100.000 gyðinga. Allur hernaður Ísraels er í nafni hins opinbera og því er það ríkið sjálft sem hefur drepið þennan gríðarfjölda Palestínumanna. Hernaður Palestínumanna er nær undantekningarlaust framkvæmdur af skæruliðum og því í raun ekkert nema einstaklingar að framkvæma ódæðin. Stuttu eftir að Ísraelsríki var stofnað hófust átök milli Palestínumanna og Ísraelsmanna. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Folke Bernadotte, reyndi að semja frið milli þeirra en var myrtur af ísraelsku öfgasamtökunum Lehi, formaður þeirra, Yitzak Shamir, varð seinna forsætisráðherra Ísraels og er hann talinn bera ábyrgð á morðinu á Folke Bernadotte. Gyðingar gerðu ekkert tilkall til landsins fyrir en lok 19. aldar þegar félag síonista var stofnað, þá voru gyðingar ríflega 5% íbúanna. Þeim fjölgaði svo ört þangað til ársins 1922 þá fannst Palestínumönnum að nóg væri komið og sauð allt upp úr. Á þeim tíma voru gyðingar 84.000 en Palestínumenn 700.000 talsins. 25 árum síðar vildu Sameinuðu þjóðirnar, undir forystu Bandaríkjanna, gefa gyðingum 52% alls lands í Palestínu þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta á þeim tíma. Tæplega 20 árum síðar, árið 1967, réðu gyðingar svo allri Palestínu og meirihluti Palestínumanna bjó í flóttamannabúðum. Likud-bandalagið er sá stjórnmálaflokkur sem hefur oftast komist til valda í Ísrael og er forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, formaður flokksins í dag. Flokkurinn á rætur sínar að rekja til hryðjuverkasamtakanna Irgun. Sá maður sem varð fyrsti formaður flokksins var forsætisráðherra Ísraels, Menachem Begin. Hann var virkur hryðjuverkamaður á sínum tíma og stóð að öllum líkindum sjálfur fyrir morðum á 250 saklausum Palestínumönnum í bænum Deir Yassin í apríl 1948. Einnig er talið að Begin hafi átt beina aðild að sprengjuárás í Jerúsalem árið 1946 þar sem 80 manns, mest útlendingar, létust. Annar maðurinn til að gegna stöðu forsætisráðherra fyrir Likud-bandalagið var Yitzak Shamir, sem ég fjallaði stutt um hér á undan. Hryðjuverkasamtök síónista stóðu fyrir fjölda af viðurstyggilegum ódæðum og í mörgum tilvikum báru opinberir aðilar í Ísrael greinilega ábyrgð. Þessi samtök mynduðu síðar leyniþjónustu og her Ísraels. Palestínumenn voru nauðugir fluttir af heimilum sínum af opinberum aðilum Ísraelsríkis. Allt að milljón Palestínumanna voru hraktir með þessum hætti fyrstu misserin. Margir bandarískir og evrópskir gyðingar eru á móti stefnu Ísraels og hafa gagnrýnt ríkið harðlega. Fræðimaðurinn Noam Chomsky, sjálfur af gyðingaættum, er einn þeirra og hefur hann haldið fyrirlestra og skrifað þónokkrar bækur um þetta málefni. Honum hefur verið meinað aðgöngu í Ísrael vegna þess. Gerald Kaufman, breskur þingmaður og gyðingur, er annar þeirra. Hann gagnrýndi Ísraelsríki og líkti þeim við nasista í frægri ræðu sinni, sem hann hélt á breska þinginu, árið 2009. Hann sagði að Ísraelsríki réttlæti morðin á Palestínubúum á sama hátt og Nasistar réttlættu morð á gyðingum á sínum tíma. Bókstafstrúaðir gyðingar eru einnig á móti Ísraelsríki þar sem þeir telja að tilvist Ísraelsríkis brjóti gegn trú gyðinga.Að lokum Samkvæmt alþjóðalögum og samþykktum hafa flóttamenn fullan rétt til þess að snúa aftur til heimkynna sinna. Ákvæði þessa efnis er meðal annars að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, í alþjóðasáttmálanum um borgaraleg og pólitísk réttindi, í Genfarsáttmálanum og í ítrekuðum ályktunum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Að mínu mati er þetta óréttlátt af hálfu Ísraelsríkis og finnst mér sorglegt að sjá hvað mótmæli annarra þjóða hefur lítið vægi, einnig er getuleysi Bandaríkjanna aumkunarvert og aðgerðaleysi Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár til háborinnar skammar. Þó finnst mér svokölluð sniðganga (e. boycott) ekki rétta leiðin til þess að leysa vandamálin, slík aðgerð kemur sér verst fyrir almenning, sem ber ekki beint ábyrgð á aðgerðum Ísraelsstjórnar. Réttast væri að slíta stjórnarsamstarfi við Ísralesstjórn og hvetja til vopnahlés. Svo yrði samið til friðs og komið yrði á fót sjálfstæðu ríki Palestínumanna, eitthvað í líkingu við það sem það var árið 1947. Ísralesmenn fengu svo sinn hluta og Sameinuðu þjóðirnar tæku yfir stjórn Jerúsalem. Palestínumenn hlytu þá sömu réttindi og Ísraelsmenn á svæði Ísraelsmanna og sama ætti við um Ísraelsmenn á svæði Palestínumanna. Þetta er til að mynda ein lausn á vandamálinu. Að lokum vil ég ljúka þessari grein minni með tilvitnun frá einum þekktasta gyðingi og fræðimanni jarðar. „It would be my greatest sadness to see Jews do to Palestinian Arabs much of what Nazis did to Jews.“ – Albert Einstein
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun