Sameinuðu þjóðirnar láta rannsaka stríðsglæpi á Gaza Randver Kári Randversson skrifar 24. júlí 2014 12:14 Palestínsk börn flutt frá heimilum sínum á öruggari stað. Vísir/AFP Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza, þar sem Ísraelar hafi ekki gætt þess nægilega vel að vernda óbreytta borgara. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í dag harma hvert einasta dauðsfall meðal Palestínumanna, en sagði þau vera á ábyrgð Hamas. Hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza og sagði þar vera um að ræða afskræmingu á réttlætinu. Valerie Amos yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu á Gaza og segir vopnahlé bráðnauðsynlegt. Í viðtali við BBC segir hún að 118 þúsund manns leiti nú skjóls í skólum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Matarbirgðir séu að klárast og vatn sé af skornum skammti. Ástandið á Gaza væri hræðilegt og grafalvarlegt. Amos segir engan efast um rétt Ísraels til að verja sig, en ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af áhrifum aðgerðanna á óbreytta borgara. Samkvæmt upplýsingum frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur Ísraelshers lokað af svæði sem nær þrjá kílómetra inn í Gaza frá landamærum Ísraels, en svæðið þekur um 44% alls landsvæðis Gaza. Meira en 710 Palestínumenn og 30 Ísraelar hafa nú fallið í átökunum á Gaza sem staðið hafa yfir í 16 daga. Gasa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza, þar sem Ísraelar hafi ekki gætt þess nægilega vel að vernda óbreytta borgara. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í dag harma hvert einasta dauðsfall meðal Palestínumanna, en sagði þau vera á ábyrgð Hamas. Hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza og sagði þar vera um að ræða afskræmingu á réttlætinu. Valerie Amos yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu á Gaza og segir vopnahlé bráðnauðsynlegt. Í viðtali við BBC segir hún að 118 þúsund manns leiti nú skjóls í skólum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Matarbirgðir séu að klárast og vatn sé af skornum skammti. Ástandið á Gaza væri hræðilegt og grafalvarlegt. Amos segir engan efast um rétt Ísraels til að verja sig, en ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af áhrifum aðgerðanna á óbreytta borgara. Samkvæmt upplýsingum frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur Ísraelshers lokað af svæði sem nær þrjá kílómetra inn í Gaza frá landamærum Ísraels, en svæðið þekur um 44% alls landsvæðis Gaza. Meira en 710 Palestínumenn og 30 Ísraelar hafa nú fallið í átökunum á Gaza sem staðið hafa yfir í 16 daga.
Gasa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira