Konur í miklum minnihluta á meðal þeirra tekjuhæstu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2014 10:17 Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira