Konur í miklum minnihluta á meðal þeirra tekjuhæstu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2014 10:17 Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Konur eru í miklum minnihluta í nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem út kom í dag. Í einungis einum flokk af nítján mögulegum skipar kona efsta sætið. Það er Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði HÍ, í flokknum „skólamenn“ með 7.167 þúsund í mánaðarlaun. Næst á eftir henni er Katrín Jakobsdóttir sem skipar annað sæti í sínum flokki, „forseti, alþingismenn og ráðherrar“ með 1.544 þúsund á mánuði. Fyrsta sæti þess lista skipar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með 2.046 þúsund á mánuði.Guðbjörg Edda Eggertsdóttir forstjóri Actavis.vísir/gvaEinungis tíu prósent kvenna á meðal tekjuhæstu forstjóra Af tvö hundruð mögulegum eru tuttugu og ein kona á lista yfir tekjuhæstu forstjóra landsins, eða um tíu prósent. Fjórtán konur eru á lista yfir hundrað tekjuhæstu forstjóra landsins. Tekjuhæsta konan er Unnur Þorsteinsdóttir forstöðumaður erfðarannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu með 13.165 þúsund á mánuði. Á eftir henni kemur Guðbjörg Edda Eggertsdóttir fyrrverandi forstjóri Actavis með 10.402 þúsund á mánuði og skipar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka þriðja sæti listans með 3.531 þúsund í mánaðarlaun.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/gvaKonur ná ekki hátt á lista yfir tekjuhæstu heilbrigðisstarfsmennina, en Marianne Ósk B. Nielsen læknir á Selfossi er í 55.sæti listans af 120 mögulegum með 1.879 þúsund á mánuði. Sömu sögu er að segja um flokk verkfræðinga en Helga Jóhanna Bjarnadóttir hjá verkfræðistofu Eflu skipar 50.sæti listans með 1.070 þúsund á mánuði. Engin kona nær á lista yfir tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn af 240 mögulegum. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira