Fred Durst söngvari og Wes Borland gítarleikari Limp Bizkit segjast langa mikið til þess að koma fram á Glastonbury-hátíðinni en þetta kom fram í viðtali við NME á dögunum.
Þeir tala um að þeir yrðu þakklátir ef þeim yrði boðið að spila á hátíðinni. Metallica var á dögunum fyrsta metalhljómsveitin sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni og gæti það opnað dyr fyrir fleiri rokkhljómsveitir til að koma þar fram.
Í viðtalinu fara þeir einnig yfir stöðuna í rokk og metalheiminum, ásamt því að ræða um væntanlega plötu Limp Bizkit.
