Það rekur hver gleðidagurinn annan hjá serbneska tenniskappanum Novak Djokovic þessa dagana.
Aðeins fjórum dögum eftir að hann fagnaði því að hafa unnið Wimbledon-mótið þá gekk hann í hjónaband með óléttri unnustu sinni.
Sú heitir Jelena Ristic og hafa þau verið saman síðan í framhaldsskóla. Barnið sem Ristic ber undir belti er þeirra fyrsta.
Athöfnin var fámenn og fór fram í Svartfjallalandi. Aðeins fjölskyldu og nánustu vinum var boðið í veisluna.
Allir starfsmenn brúðkaupsins þurftu að skrifa undir trúnaðarsamning og mátti enginn þeirra vera með farsíma í vinnunni.
Djokovic búinn að gifta sig

Fleiri fréttir
