Fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu Atli Ísleifsson skrifar 12. júlí 2014 15:38 Utanríkisráðherra segir að það verði að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza. "Ég fordæmi allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það er skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gaza sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verður árásum á Ísrael að linna þegar í stað" segir Gunnar Bragi í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi segir það mikið áhyggjuefni að tilraunir til að lægja öldurnar hafi enn sem komið er engan árangur borið. Báðir deiluaðilar beri ábyrgð og verði að vinna að því að stilla til friðar en ábyrgð Ísraels, sem hefur yfirgnæfandi hernaðarmátt, er sérstaklega mikil eins og tölur um fjölda fallinna borgara á Gaza sanna. "Það verður að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Nú hefur enn og aftur komið hörmulegt bakslag í tilraunir til leysa þessa áratuga löngu deilu. Þá vekur það áhyggjur hve öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er vanmáttugt til að takast á við þennan ófrið. Ég tel afar brýnt að öryggisráðið beiti sér af fullum þunga í málinu" segir utanríkisráðherra. Gasa Tengdar fréttir Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza. "Ég fordæmi allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það er skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gaza sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verður árásum á Ísrael að linna þegar í stað" segir Gunnar Bragi í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi segir það mikið áhyggjuefni að tilraunir til að lægja öldurnar hafi enn sem komið er engan árangur borið. Báðir deiluaðilar beri ábyrgð og verði að vinna að því að stilla til friðar en ábyrgð Ísraels, sem hefur yfirgnæfandi hernaðarmátt, er sérstaklega mikil eins og tölur um fjölda fallinna borgara á Gaza sanna. "Það verður að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Nú hefur enn og aftur komið hörmulegt bakslag í tilraunir til leysa þessa áratuga löngu deilu. Þá vekur það áhyggjur hve öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er vanmáttugt til að takast á við þennan ófrið. Ég tel afar brýnt að öryggisráðið beiti sér af fullum þunga í málinu" segir utanríkisráðherra.
Gasa Tengdar fréttir Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31