Fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu Atli Ísleifsson skrifar 12. júlí 2014 15:38 Utanríkisráðherra segir að það verði að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza. "Ég fordæmi allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það er skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gaza sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verður árásum á Ísrael að linna þegar í stað" segir Gunnar Bragi í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi segir það mikið áhyggjuefni að tilraunir til að lægja öldurnar hafi enn sem komið er engan árangur borið. Báðir deiluaðilar beri ábyrgð og verði að vinna að því að stilla til friðar en ábyrgð Ísraels, sem hefur yfirgnæfandi hernaðarmátt, er sérstaklega mikil eins og tölur um fjölda fallinna borgara á Gaza sanna. "Það verður að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Nú hefur enn og aftur komið hörmulegt bakslag í tilraunir til leysa þessa áratuga löngu deilu. Þá vekur það áhyggjur hve öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er vanmáttugt til að takast á við þennan ófrið. Ég tel afar brýnt að öryggisráðið beiti sér af fullum þunga í málinu" segir utanríkisráðherra. Gasa Tengdar fréttir Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza. "Ég fordæmi allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það er skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gaza sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verður árásum á Ísrael að linna þegar í stað" segir Gunnar Bragi í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi segir það mikið áhyggjuefni að tilraunir til að lægja öldurnar hafi enn sem komið er engan árangur borið. Báðir deiluaðilar beri ábyrgð og verði að vinna að því að stilla til friðar en ábyrgð Ísraels, sem hefur yfirgnæfandi hernaðarmátt, er sérstaklega mikil eins og tölur um fjölda fallinna borgara á Gaza sanna. "Það verður að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Nú hefur enn og aftur komið hörmulegt bakslag í tilraunir til leysa þessa áratuga löngu deilu. Þá vekur það áhyggjur hve öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er vanmáttugt til að takast á við þennan ófrið. Ég tel afar brýnt að öryggisráðið beiti sér af fullum þunga í málinu" segir utanríkisráðherra.
Gasa Tengdar fréttir Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31