Jógvan Hansen giftir sig Ellý Ármanns skrifar 13. júlí 2014 09:45 Myndir/elly@365.is Jógvan Hansen, einn vinsælasti brúðkaupssöngvari landsins, gekk að eiga Hrafnhildi Jóhannesdóttur stærðfræðing, í Hallgrímskirkju í gær að viðstöddum fjölda manns. Eins og sjá má á myndunum voru brúðhjónin stórglæsileg þegar þau yfirgáfu kirkjuna. Veislan fór fram á Hilton hótelinu þar sem gestum var meðal annars boðið að smakka skerpukjöt frá Færeyjum og hákarl og súra punga frá Íslandi. Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Hreimur Örn Heimisson og Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem var veislustjóri, tóku lagið fyrir brúðhjónin. Þá var dansað fram á rauða nótt.Skrollaðu neðst í grein til að sjá myndbandið. Hrafnhildur, sem kennir stærðfræði á Keili, var vægast sagt glæsileg.200 veislugestir „Ég á stóran frændgarð í Færeyjum og margir koma til að vera viðstaddir brúðkaupið. Hér á landi hef ég starfað í tíu ár og eignast marga góða vini. Hrafnhildur á einnig stóra fjölskyldu. Mín ósk væri að bjóða öllum en það hefði orðið ansi dýrt. Listinn hljóðaði fyrst upp á 270 manns en við urðum að skera hann niður í tvö hundruð gesti,“ sagði Jógvan í mars síðastliðnum spurður út í stóra daginn.Jógvan bað Hrafnildi að giftast sér á tónleikum Michael Bublé í London í fyrra sumar.,,Færeyingar og Íslendingar kunna að skemmta sér saman," lét Jógvan hafa eftir sér en Færeyingarnir settu svip á veisluna með fallegum þjóðbúningum.Yndisleg stemning skapaðist á meðal veislugesta fyrir utan kirkjuna sem fögnuðu með brúðhjónunum áður en haldið var á Hilton hótelið. Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar stórglæsilegir.Sonur brúðhjónanna, Jóhannes Ari Hansen, tveggja ára, vakti mikla lukku þegar hann kom keyrandi inn kirkjugólfið á rauðum traktor. Þau eiga einnig dóttur, Ásu Maríu Hansen, sem er níu mánaða. Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Jógvan Hansen, einn vinsælasti brúðkaupssöngvari landsins, gekk að eiga Hrafnhildi Jóhannesdóttur stærðfræðing, í Hallgrímskirkju í gær að viðstöddum fjölda manns. Eins og sjá má á myndunum voru brúðhjónin stórglæsileg þegar þau yfirgáfu kirkjuna. Veislan fór fram á Hilton hótelinu þar sem gestum var meðal annars boðið að smakka skerpukjöt frá Færeyjum og hákarl og súra punga frá Íslandi. Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Hreimur Örn Heimisson og Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem var veislustjóri, tóku lagið fyrir brúðhjónin. Þá var dansað fram á rauða nótt.Skrollaðu neðst í grein til að sjá myndbandið. Hrafnhildur, sem kennir stærðfræði á Keili, var vægast sagt glæsileg.200 veislugestir „Ég á stóran frændgarð í Færeyjum og margir koma til að vera viðstaddir brúðkaupið. Hér á landi hef ég starfað í tíu ár og eignast marga góða vini. Hrafnhildur á einnig stóra fjölskyldu. Mín ósk væri að bjóða öllum en það hefði orðið ansi dýrt. Listinn hljóðaði fyrst upp á 270 manns en við urðum að skera hann niður í tvö hundruð gesti,“ sagði Jógvan í mars síðastliðnum spurður út í stóra daginn.Jógvan bað Hrafnildi að giftast sér á tónleikum Michael Bublé í London í fyrra sumar.,,Færeyingar og Íslendingar kunna að skemmta sér saman," lét Jógvan hafa eftir sér en Færeyingarnir settu svip á veisluna með fallegum þjóðbúningum.Yndisleg stemning skapaðist á meðal veislugesta fyrir utan kirkjuna sem fögnuðu með brúðhjónunum áður en haldið var á Hilton hótelið. Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar stórglæsilegir.Sonur brúðhjónanna, Jóhannes Ari Hansen, tveggja ára, vakti mikla lukku þegar hann kom keyrandi inn kirkjugólfið á rauðum traktor. Þau eiga einnig dóttur, Ásu Maríu Hansen, sem er níu mánaða.
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira