Jógvan Hansen giftir sig Ellý Ármanns skrifar 13. júlí 2014 09:45 Myndir/elly@365.is Jógvan Hansen, einn vinsælasti brúðkaupssöngvari landsins, gekk að eiga Hrafnhildi Jóhannesdóttur stærðfræðing, í Hallgrímskirkju í gær að viðstöddum fjölda manns. Eins og sjá má á myndunum voru brúðhjónin stórglæsileg þegar þau yfirgáfu kirkjuna. Veislan fór fram á Hilton hótelinu þar sem gestum var meðal annars boðið að smakka skerpukjöt frá Færeyjum og hákarl og súra punga frá Íslandi. Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Hreimur Örn Heimisson og Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem var veislustjóri, tóku lagið fyrir brúðhjónin. Þá var dansað fram á rauða nótt.Skrollaðu neðst í grein til að sjá myndbandið. Hrafnhildur, sem kennir stærðfræði á Keili, var vægast sagt glæsileg.200 veislugestir „Ég á stóran frændgarð í Færeyjum og margir koma til að vera viðstaddir brúðkaupið. Hér á landi hef ég starfað í tíu ár og eignast marga góða vini. Hrafnhildur á einnig stóra fjölskyldu. Mín ósk væri að bjóða öllum en það hefði orðið ansi dýrt. Listinn hljóðaði fyrst upp á 270 manns en við urðum að skera hann niður í tvö hundruð gesti,“ sagði Jógvan í mars síðastliðnum spurður út í stóra daginn.Jógvan bað Hrafnildi að giftast sér á tónleikum Michael Bublé í London í fyrra sumar.,,Færeyingar og Íslendingar kunna að skemmta sér saman," lét Jógvan hafa eftir sér en Færeyingarnir settu svip á veisluna með fallegum þjóðbúningum.Yndisleg stemning skapaðist á meðal veislugesta fyrir utan kirkjuna sem fögnuðu með brúðhjónunum áður en haldið var á Hilton hótelið. Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar stórglæsilegir.Sonur brúðhjónanna, Jóhannes Ari Hansen, tveggja ára, vakti mikla lukku þegar hann kom keyrandi inn kirkjugólfið á rauðum traktor. Þau eiga einnig dóttur, Ásu Maríu Hansen, sem er níu mánaða. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Jógvan Hansen, einn vinsælasti brúðkaupssöngvari landsins, gekk að eiga Hrafnhildi Jóhannesdóttur stærðfræðing, í Hallgrímskirkju í gær að viðstöddum fjölda manns. Eins og sjá má á myndunum voru brúðhjónin stórglæsileg þegar þau yfirgáfu kirkjuna. Veislan fór fram á Hilton hótelinu þar sem gestum var meðal annars boðið að smakka skerpukjöt frá Færeyjum og hákarl og súra punga frá Íslandi. Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Hreimur Örn Heimisson og Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem var veislustjóri, tóku lagið fyrir brúðhjónin. Þá var dansað fram á rauða nótt.Skrollaðu neðst í grein til að sjá myndbandið. Hrafnhildur, sem kennir stærðfræði á Keili, var vægast sagt glæsileg.200 veislugestir „Ég á stóran frændgarð í Færeyjum og margir koma til að vera viðstaddir brúðkaupið. Hér á landi hef ég starfað í tíu ár og eignast marga góða vini. Hrafnhildur á einnig stóra fjölskyldu. Mín ósk væri að bjóða öllum en það hefði orðið ansi dýrt. Listinn hljóðaði fyrst upp á 270 manns en við urðum að skera hann niður í tvö hundruð gesti,“ sagði Jógvan í mars síðastliðnum spurður út í stóra daginn.Jógvan bað Hrafnildi að giftast sér á tónleikum Michael Bublé í London í fyrra sumar.,,Færeyingar og Íslendingar kunna að skemmta sér saman," lét Jógvan hafa eftir sér en Færeyingarnir settu svip á veisluna með fallegum þjóðbúningum.Yndisleg stemning skapaðist á meðal veislugesta fyrir utan kirkjuna sem fögnuðu með brúðhjónunum áður en haldið var á Hilton hótelið. Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar stórglæsilegir.Sonur brúðhjónanna, Jóhannes Ari Hansen, tveggja ára, vakti mikla lukku þegar hann kom keyrandi inn kirkjugólfið á rauðum traktor. Þau eiga einnig dóttur, Ásu Maríu Hansen, sem er níu mánaða.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira