Stjörnustúlkur eru óstöðvandi í Pepsi-deild kvenna en í kvöld vann liðið stórsigur á ÍA, 5-0.
Harpa Þorsteinsdóttir fór á kostum og skoraði þrennu í leiknum. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði hin tvö mörkin.
Stjarnan sem fyrr með með gott forskot á toppi deildarinnar eða sjö stig.
