Cummings: Gunnar er óhefðbundinn bardagamaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2014 21:30 Zak Cummings. Vísir/Getty „Ég hef fylgst með Gunnari og ég er gríðarlega spenntur að fá að berjast við hann. Ég á von á jöfnum en spennandi bardaga á laugardaginn,“ sagði Zak Cummings, andstæðingur Gunnars, í viðtali við MMAFréttir.is í dag. „Hann er mjög óhefðbundinn bardagamaður, góður í að ná mönnum niður þar sem hann er sterkur. Við erum svipaðir að mörgu leyti hvað varðar það að við viljum berjast á jörðinni og ég held að ég sé betur undirbúinn en fyrrum keppinautar hans. Það má búast við frábærum bardaga.“ Cummings hefur eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir bardagann. „Ég fékk til liðs við mig þrefaldan meistara í Jui-Jitsu til þess að vera betur undirbúinn undir glímubrögð Gunnars. Ég hef reynt að skoða alla bardaga Gunnars og sjá hvað hann gerir svo hann geti ekki komið mér á óvart í bardaganum. Ég tel að bardaginn muni ráðast á hver hefur betur í litlu hlutunum.“ Líklegt er að Cummings verði 10-15 kílóum þyngri en Gunnar þegar bardaginn fer fram en hann telur að það muni ekki hafa áhrif. „Gunnar er að manni finnst alltaf minni og léttari fyrir bardagana svo það á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og fólk gerir ráð fyrir. Hann hefur lent í þessu áður en ég er mun sterkari en ég lít út fyrir að vera og ég get vonandi nýtt mér það.“ Talið er að áhorfendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars en Cummings ætlar ekki að láta slíkt trufla sig. „Stemmingin á ekki eftir að hafa áhrif. Ég er vanur því að berjast þar sem andstæðingurinn er á heimavelli og það hefur engin áhrif á mig. Gunnar verður líklegast sá sem aðdáendurnir eiga eftir að styðja en ég reyni að notfæri mér það og mun ekki láta baul hafa áhrif á mig,“ sagði Cummings.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is. MMA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
„Ég hef fylgst með Gunnari og ég er gríðarlega spenntur að fá að berjast við hann. Ég á von á jöfnum en spennandi bardaga á laugardaginn,“ sagði Zak Cummings, andstæðingur Gunnars, í viðtali við MMAFréttir.is í dag. „Hann er mjög óhefðbundinn bardagamaður, góður í að ná mönnum niður þar sem hann er sterkur. Við erum svipaðir að mörgu leyti hvað varðar það að við viljum berjast á jörðinni og ég held að ég sé betur undirbúinn en fyrrum keppinautar hans. Það má búast við frábærum bardaga.“ Cummings hefur eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir bardagann. „Ég fékk til liðs við mig þrefaldan meistara í Jui-Jitsu til þess að vera betur undirbúinn undir glímubrögð Gunnars. Ég hef reynt að skoða alla bardaga Gunnars og sjá hvað hann gerir svo hann geti ekki komið mér á óvart í bardaganum. Ég tel að bardaginn muni ráðast á hver hefur betur í litlu hlutunum.“ Líklegt er að Cummings verði 10-15 kílóum þyngri en Gunnar þegar bardaginn fer fram en hann telur að það muni ekki hafa áhrif. „Gunnar er að manni finnst alltaf minni og léttari fyrir bardagana svo það á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og fólk gerir ráð fyrir. Hann hefur lent í þessu áður en ég er mun sterkari en ég lít út fyrir að vera og ég get vonandi nýtt mér það.“ Talið er að áhorfendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars en Cummings ætlar ekki að láta slíkt trufla sig. „Stemmingin á ekki eftir að hafa áhrif. Ég er vanur því að berjast þar sem andstæðingurinn er á heimavelli og það hefur engin áhrif á mig. Gunnar verður líklegast sá sem aðdáendurnir eiga eftir að styðja en ég reyni að notfæri mér það og mun ekki láta baul hafa áhrif á mig,“ sagði Cummings.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.
MMA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira