Þrjú börn fórust eftir vopnahléð Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2014 19:27 Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels. Gasa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels.
Gasa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira