Fjórir bardagar verða sýndir í sjónvarpinu í kvöld en alls fara fram tíu bardagar í höllinni í kvöld og byrja lætin snemma.
Fjórir Írar berjast í kvöld og því er búist við miklum fjölda inn í höllinni snemma. Írarnir vilja styðja sína menn og ættleidda soninn, Gunnar Nelson.
Vísir hitti þrjá eldhressa Íslendinga fyrir utan höllina áðan og þeir eru ekki í nokkrum vafa um að Gunnar muni klára sitt á eftir.
Spjallið við félagana má sjá hér að neðan.
Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.