Íþróttasamband fatlaðra í Bretlandi hefur boðið Jóni Margeiri Sverrissyni að taka þátt í keppni í Lundúnum á milli úrvalsliði Breta og Evrópu.
Jón Margeir þekktist boðið en keppnin fer fram í Ólympíusundlauginni í Lundúnum í lok ágústmánaðar en þar vann kappinn til gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012.
Frá þessu var greint á Facebook-síðu kappans fyrr í dag.