Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 18:50 Í einum lið ákærunnar eru Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús Guðmundsson fyrir hlutdeild í broti þeirra. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu fyrir að halda eftir ávinning af brotinu og stuðla að því að viðhalda fjártjóni Kaupþings banka. Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. Þetta kemur fram í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Grundvallst á þremur afmörkuðum tilvikum Ákæran grundvallast á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar eru Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings og Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri bankans aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús Guðmundsson sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá er Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Marple Holding, ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Skúli er umsvifamikill fjárfestir sem var í miklum viðskiptum við Kaupþing í Lúxemborg en er oft kenndur við Hótel Holt. Í öðru lagi er um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný eru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni.Guðný Arna og Hreiðar Már eru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Skúli er ákærður fyrir hylmingu í þessum lið ákærunnar fyrir að halda eftir ólögmætum ávinningi af hinum meintu brotum. Í ákærunni segir: „Sú háttsemi sem ákærðu Hreiðari Má, Guðnýju Örnu og Magnúsi er gefin að sök í ákærunni miðaði öll að því að færa fjármuni, um 8 milljarða króna, úr sjóðum Kaupþings hf. til Marple án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki og bæta með því fjárhagsstöðu Marple. Í öllum tilvikum röskuðu ákærðu fjárskiptagrundvellinum með ólögmætri tilfærslu fjármuna frá Kaupþingi hf. til Marple og ollu ákærðu Kaupþingi hf. fjártjóni.“ Þá segir jafnframt í ákærunni að skjöl sem hafi verið útbúin í tengslum við viðskiptin hafi haft þann eina tilgang að leyna brotunum.Krefst upptöku á eignum Skúla Þess er krafist í ákærunni að Skúla Þorvaldssyni verði gert að sæta upptöku á ávinningi vegna brotanna í formi innistæðna og eignasafna upp á samtals 44 milljónir evra á reikningum í Banque Havilland og Credit Suisse í Lúxemborg sem kyrrsett voru að beiðni sérstaks saksóknara hinn 3. júní 2011. Í ákærunni segir um þetta: „Ákærði Skúli byggði um sig flókið félaganet í Lúxemborg og víðar. (...) Unnt er að rekja slóð hluta af ávinningi brotanna frá Marple til annarra félaga í eigu ákærða Skúla. Í þessum félögum voru haldlagðar eignir sem svara til hluta ávinnings af þeim brotum sem ákært er fyrir og er því óhjákvæmilegt að horft verði í gegnum félaganetið og hinar haldlögðu eignir sem svara til ávinnings af brotunum verði gerðar upptækar á grundvelli lagaheimilda um jafnvirðisupptöku.“ Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 9. september næstkomandi. Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. Þetta kemur fram í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum. Grundvallst á þremur afmörkuðum tilvikum Ákæran grundvallast á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar eru Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings og Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri bankans aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús Guðmundsson sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá er Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Marple Holding, ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Skúli er umsvifamikill fjárfestir sem var í miklum viðskiptum við Kaupþing í Lúxemborg en er oft kenndur við Hótel Holt. Í öðru lagi er um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný eru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni.Guðný Arna og Hreiðar Már eru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Skúli er ákærður fyrir hylmingu í þessum lið ákærunnar fyrir að halda eftir ólögmætum ávinningi af hinum meintu brotum. Í ákærunni segir: „Sú háttsemi sem ákærðu Hreiðari Má, Guðnýju Örnu og Magnúsi er gefin að sök í ákærunni miðaði öll að því að færa fjármuni, um 8 milljarða króna, úr sjóðum Kaupþings hf. til Marple án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki og bæta með því fjárhagsstöðu Marple. Í öllum tilvikum röskuðu ákærðu fjárskiptagrundvellinum með ólögmætri tilfærslu fjármuna frá Kaupþingi hf. til Marple og ollu ákærðu Kaupþingi hf. fjártjóni.“ Þá segir jafnframt í ákærunni að skjöl sem hafi verið útbúin í tengslum við viðskiptin hafi haft þann eina tilgang að leyna brotunum.Krefst upptöku á eignum Skúla Þess er krafist í ákærunni að Skúla Þorvaldssyni verði gert að sæta upptöku á ávinningi vegna brotanna í formi innistæðna og eignasafna upp á samtals 44 milljónir evra á reikningum í Banque Havilland og Credit Suisse í Lúxemborg sem kyrrsett voru að beiðni sérstaks saksóknara hinn 3. júní 2011. Í ákærunni segir um þetta: „Ákærði Skúli byggði um sig flókið félaganet í Lúxemborg og víðar. (...) Unnt er að rekja slóð hluta af ávinningi brotanna frá Marple til annarra félaga í eigu ákærða Skúla. Í þessum félögum voru haldlagðar eignir sem svara til hluta ávinnings af þeim brotum sem ákært er fyrir og er því óhjákvæmilegt að horft verði í gegnum félaganetið og hinar haldlögðu eignir sem svara til ávinnings af brotunum verði gerðar upptækar á grundvelli lagaheimilda um jafnvirðisupptöku.“ Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 9. september næstkomandi.
Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira