Sport

Petra Kvitova Wimbledon-meistari kvenna á 55 mínútum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kvitova fagnar.
Kvitova fagnar. Vísir/Getty
Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova gerði sér lítið fyrir og sigraði Wimbledon-mótið í tennis. Úrslitaleikurinn tók ekki langan tíma, eða um 55 mínútur.

Hún sigraði Eugenie Bouchard frá Kanada í úrslitaleiknum. Kvitova vann fyrsta settið 6-3 og lék á alls oddi í því næsta og vann 6-0 og er Wimbledon meistari kvenna árið 2014.

Þessi örvhenti Tékki var að vinna Wimbledon í annað skiptið, en hún vann einnig árið 2011 þegar hún sigraði Mariu Sharapovu í úrslitaleik.

Með sigrinum fer Kvitova upp í fjórða sæti heimslistans, en Bouchard fer í sjöunda sætið í listanum sem kemur út á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×