Nýtt myndband frá Steinari
Tónlistarmaðuinn Steinar hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið, Lie To Me. Lagið vann Steinar með upptöku- og pródúserateyminu StopWaitGo.
Lagið er jafnframt það fyrsta sem Steinar sendir frá sér eftir að frumraun hans í plötuútgáfu kom út, platan Beginning.
Myndbandið er unnið af framleiðslufyrirtækinu IRIS Films. „Þetta myndband var eitt mest krefjandi og skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Steinar í færslu á fésbókar síðu sinni.