Íris Dögg varði tvö víti og kom Fylki í undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2014 20:48 Íris Dögg Gunnarsdóttir Vísir/Daníel Íris Dögg Gunnarsdóttir var hetja Pepsi-deildar liðs Fylkis í kvöld þegar hún varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar Fylkir sló 1. deildarlið KR út úr átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Fylkir og KR gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það er óhætt að segja að vítin hafi verið í aðalhlutverki í leiknum því þrjú af fjórum mörkum leiksins komu af vítapunktinum og úrslitin réðust síðan í vítakeppni. Fylkisliðið vann vítakeppnina 3-2 en KR-liðið klikkaði á þremur vítum og Fylkir einni. Íris Dögg varði víti frá Sigríði Maríu Sigurðardóttur og Söru Lissy Chontosh en KR skaut yfir úr einu víta sinna. Fyrr í kvöld komst Stjarnan einnig í undanúrslit en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram á morgun þegar Valur tekur á móti Breiðbliki og Eyjakonur fara í heimsókn á Selfoss. Margrét María Hólmarsdóttir skoraði bæði mörk KR úr vítaspyrnum en þetta voru fyrstu mörkin sem Íris Dögg Gunnarsdóttir fær á sig síðan að Fylkir samdi við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg hafði haldið marki sínu hreinu í 436 mínútur í deild og bikar þegar hún fékk á sig fyrra markið. Anna Björg Björnsdóttir kom Fylki í 1-0 með marki úr víti á 10. mínútu en Margrét María jafnaði metin úr öðru víti á 74. mínútu. Anna Björg fékk annað víti á 80. mínútu en tókst ekki að skora úr því. Leikurinn endaði 1-1 og því þurfti að framlengja leikinn. Margrét María kom KR yfir úr öðru víti sínu í leiknum á 100. mínútu en Ruth Þórðar Þórðardóttir tryggði Fylki vítaspyrnukeppni þegar hún jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Upplýsingar um markaskorara og gang mála í leiknum eru fengnar frá fótboltavefsíðunni fótbolti.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23 Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Íris Dögg Gunnarsdóttir var hetja Pepsi-deildar liðs Fylkis í kvöld þegar hún varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar Fylkir sló 1. deildarlið KR út úr átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Fylkir og KR gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það er óhætt að segja að vítin hafi verið í aðalhlutverki í leiknum því þrjú af fjórum mörkum leiksins komu af vítapunktinum og úrslitin réðust síðan í vítakeppni. Fylkisliðið vann vítakeppnina 3-2 en KR-liðið klikkaði á þremur vítum og Fylkir einni. Íris Dögg varði víti frá Sigríði Maríu Sigurðardóttur og Söru Lissy Chontosh en KR skaut yfir úr einu víta sinna. Fyrr í kvöld komst Stjarnan einnig í undanúrslit en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram á morgun þegar Valur tekur á móti Breiðbliki og Eyjakonur fara í heimsókn á Selfoss. Margrét María Hólmarsdóttir skoraði bæði mörk KR úr vítaspyrnum en þetta voru fyrstu mörkin sem Íris Dögg Gunnarsdóttir fær á sig síðan að Fylkir samdi við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg hafði haldið marki sínu hreinu í 436 mínútur í deild og bikar þegar hún fékk á sig fyrra markið. Anna Björg Björnsdóttir kom Fylki í 1-0 með marki úr víti á 10. mínútu en Margrét María jafnaði metin úr öðru víti á 74. mínútu. Anna Björg fékk annað víti á 80. mínútu en tókst ekki að skora úr því. Leikurinn endaði 1-1 og því þurfti að framlengja leikinn. Margrét María kom KR yfir úr öðru víti sínu í leiknum á 100. mínútu en Ruth Þórðar Þórðardóttir tryggði Fylki vítaspyrnukeppni þegar hún jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Upplýsingar um markaskorara og gang mála í leiknum eru fengnar frá fótboltavefsíðunni fótbolti.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23 Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli. 27. júní 2014 19:18
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Varnarmúr Fylkis heldur enn. 24. júní 2014 16:23
Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00
Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30