Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. júní 2014 12:10 Sigurður er sakaður um að hafa svikið út nokkra lúxusbíla frá 2012 til 2013. Sigurður Ingi Þórðarson, einnig þekktur sem Siggi hakkari, er sakaður um að hafa svikið út fjölda lúxusbíla af sjö bilaleigum frá febrúar 2012 til júlí 2013. Sigurður er sakaður um að hafa svikið út notkun á bílunum og stofnað til reikningsviðskipta við bílaleigurnar meðal annars í gegnum eitt fyrirtæki sem hann á að hafa sölsað undir sig. Málið á hendur Sigurðar verður þingfest á morgun. Hann er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. Viðskiptin ólöglegu sem Sigurður er á að hafa stundað við bílaleigurnar sjö nema rúmum tíu milljónum króna. Mest á hann að hafa svikið út rúmar þrjár milljónir frá einni bílaleigunni. Sigurður er einnig sakaður um að hafa svikið út rúma milljón í eldsneyti. Þar að auki er hann sakaður um að hafa svikið út bílaþvott upp á tæpar tvö hundurð þúsund krónur á tæplega tveggja mánaða tímabili. Þóttist kaupa útgáfufyrirtæki Meint þýfi og svik Sigurðar eru metin á rúmar þrjátíu milljónir. Hann er sakaður um að hafa sölsað undir sig útgáfufyrirtæki með því að blekkja eiganda fyrirtækisins árið 2013. Strax í kjölfarið fjölgaði meintum svikum mikið. Í ákærunni er Sigurður sakaður um að hafa þóst ætla að kaupa útgáfufyrirtækið og falsa reikningsyfirlit og millifærslur og þannig gabbað eiganda fyrirtækisins. Sigurður varð með því prókúruhafi fyrirtækisins og stofnaði til reikningsviðskipta við fjölda annarra fyrirtækja, án þess að greiða fyrir þeirra þjónustu. Sigurður notaði einnig nafn annars fyrirtækis til þess að stofna til reikningsviðskipta víða, árið 2012. Stærsta einstaka krafa ákærunnar á hendur Sigurðar er frá Wikileaks. Honum er þar gert að sök að hafa þóst vera Julian Assange, stofnandi Wikileaks, og að hafa þannig fengið forstjóra vefverslunar til að millifæra 6,7 milljónir á bankareikninga sína. Fénu var ætlað að renna inn á reikning Wikileaks og átti að ráðstafa þeim til verkefna á vegum samtakanna. Sigurður starfaði sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, en nýtti hann peningana í eigin þágu. Sigurður var í fyrra dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Í kjölfarið var hann hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn fleiri piltum. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18 „Siggi Hakkari" í gæsluvarðhaldi vegna fleiri kynferðisbrota Brotin sem Siggi er grunaður um eru grófari en þau sem hann var dæmdur fyrir í gær. 7. febrúar 2014 13:18 Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16 Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, einnig þekktur sem Siggi hakkari, er sakaður um að hafa svikið út fjölda lúxusbíla af sjö bilaleigum frá febrúar 2012 til júlí 2013. Sigurður er sakaður um að hafa svikið út notkun á bílunum og stofnað til reikningsviðskipta við bílaleigurnar meðal annars í gegnum eitt fyrirtæki sem hann á að hafa sölsað undir sig. Málið á hendur Sigurðar verður þingfest á morgun. Hann er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. Viðskiptin ólöglegu sem Sigurður er á að hafa stundað við bílaleigurnar sjö nema rúmum tíu milljónum króna. Mest á hann að hafa svikið út rúmar þrjár milljónir frá einni bílaleigunni. Sigurður er einnig sakaður um að hafa svikið út rúma milljón í eldsneyti. Þar að auki er hann sakaður um að hafa svikið út bílaþvott upp á tæpar tvö hundurð þúsund krónur á tæplega tveggja mánaða tímabili. Þóttist kaupa útgáfufyrirtæki Meint þýfi og svik Sigurðar eru metin á rúmar þrjátíu milljónir. Hann er sakaður um að hafa sölsað undir sig útgáfufyrirtæki með því að blekkja eiganda fyrirtækisins árið 2013. Strax í kjölfarið fjölgaði meintum svikum mikið. Í ákærunni er Sigurður sakaður um að hafa þóst ætla að kaupa útgáfufyrirtækið og falsa reikningsyfirlit og millifærslur og þannig gabbað eiganda fyrirtækisins. Sigurður varð með því prókúruhafi fyrirtækisins og stofnaði til reikningsviðskipta við fjölda annarra fyrirtækja, án þess að greiða fyrir þeirra þjónustu. Sigurður notaði einnig nafn annars fyrirtækis til þess að stofna til reikningsviðskipta víða, árið 2012. Stærsta einstaka krafa ákærunnar á hendur Sigurðar er frá Wikileaks. Honum er þar gert að sök að hafa þóst vera Julian Assange, stofnandi Wikileaks, og að hafa þannig fengið forstjóra vefverslunar til að millifæra 6,7 milljónir á bankareikninga sína. Fénu var ætlað að renna inn á reikning Wikileaks og átti að ráðstafa þeim til verkefna á vegum samtakanna. Sigurður starfaði sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, en nýtti hann peningana í eigin þágu. Sigurður var í fyrra dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Í kjölfarið var hann hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn fleiri piltum.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18 „Siggi Hakkari" í gæsluvarðhaldi vegna fleiri kynferðisbrota Brotin sem Siggi er grunaður um eru grófari en þau sem hann var dæmdur fyrir í gær. 7. febrúar 2014 13:18 Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16 Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18
„Siggi Hakkari" í gæsluvarðhaldi vegna fleiri kynferðisbrota Brotin sem Siggi er grunaður um eru grófari en þau sem hann var dæmdur fyrir í gær. 7. febrúar 2014 13:18
Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16
Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07