„Súrnun sjávar ógnar efnahag Íslands“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júní 2014 11:38 visir/gva Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn í Reykjavíkur Akademíunni í gær þar þar sem kom fram ályktun um að stjórnvöldum beri að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. „Súrnun sjávar norður af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Slíkar aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf. Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyjar og Kiribati,“ segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að súrnun sjávar ógni efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógni tilveru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi. „Vísindamenn hér heima, Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjölbreytni lífríkis í hafinu og fæðukeðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar. Ekki skiptir síður máli að við aukna súrnun missir hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eykur enn á loftslagsvandann.“ Mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftlagsbreytingum. Aðalfundur Náttúruverndarsamtakanna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“ Seychelleseyjar Loftslagsmál Efnahagsmál Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn í Reykjavíkur Akademíunni í gær þar þar sem kom fram ályktun um að stjórnvöldum beri að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. „Súrnun sjávar norður af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Slíkar aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf. Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyjar og Kiribati,“ segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að súrnun sjávar ógni efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógni tilveru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi. „Vísindamenn hér heima, Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjölbreytni lífríkis í hafinu og fæðukeðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar. Ekki skiptir síður máli að við aukna súrnun missir hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eykur enn á loftslagsvandann.“ Mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftlagsbreytingum. Aðalfundur Náttúruverndarsamtakanna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“
Seychelleseyjar Loftslagsmál Efnahagsmál Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira