Upphitun fyrir UFC 174: Fyrri hluti Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. júní 2014 14:15 Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í fyrri hluta upphitunarinnar kíkjum við á fyrstu þrjá bardaga kvöldsins.Ryan Bader (16-4-0) gegn Rafael Cavalcante (12-4-0) - léttþungavigt (92 kg)Ryan Bader sigraði 8. seríu The Ultimate Fighter og er góður alhliða bardagamaður. Hann er klárlega á topp 10 í sínum þyngdarflokki en á erfiðleikum með þá allra bestu. Hann tapar fyrir þeim allra bestu líkt og töpin gegn Jon Jones, Lyoto Machida og Glover Teixeira sýna en sigrar flesta aðra. Rafael „Feijao“ Cavalcante er fyrrum Strikeforce léttþungavigtarmeistarinn en þessi 34 ára Brasilíumaður er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er engu að síður sterkari í standandi viðureign og gæti lent í vandræðum ef Bader dregur bardagann í gólfið. Stuttan kynningarþátt um Bader og „Feijao“ má sjá hér að ofan.3 atriði til að hafa í hugaBader er mjög opinn fyrir höggum standandi en það er hans langstærsti veikleiki11 af 12 sigrum „Feijao“ komið eftir rothöggBader er frábær glímumaður en Feijao ætlar líklegast halda bardaganum standandi.Andrei Arlovski (21-10-0) gegn Brendan Schaub (10-3-0) - þungavigtAndrei Arlovski var UFC þungavigtarmeistarinn árið 2005 og verður þetta fyrsti bardagi hans í samtökunum síðan 2008. Eftir að Arlovski yfirgaf UFC lenti hann í slæmri taphrynu þar sem hann var rotaður þrisvar á tveimur árum. Hann hefur síðan þá snúið við blaðinu og hefur unnið 6 af síðustu 8 bardögum. MMA ferill Brendan Scaub var ekki einu sinni byrjaður þegar Arlovski ákvað að yfirgefa UFC en Schaub hefur barist frá árinu 2008. Hann kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þar sem hann tapaði í úrslitunum fyrir Roy Nelson. Síðan þá hefur ferill hans verið misjafn og hlaut sérstaklega neikvæða athygli eftir glímu sína á Metamoris þar sem hann sótti lítið sem ekkert.3 atriði til að hafa í hugaBáðir bardagamenn eru sagðir með glerhöku (þola illa högg)Arlovski er gamall sambó meistari og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartakSchaub hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun á ferlinumRyan Jimmo (19-3-0) gegn Ovince St. Preux (15-5-0) - léttþungavigt (92 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er í léttþungavigtinni milli Ryan Jimmo og Ovince St. Preux. Jimmo skipti úr karate yfir í MMA árið 2006 en fyrir utan einstaka spörk reynir hann umfram allt að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum og heldur þeim þétt upp við búrið. Andstæðingur hans, Ovince St. Preux, er einnig líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður. Ovince St. Preux er góður á öllum vígstöðum bardagans og blandar öllu saman í vel tímasettar fellur. St. Preux er á þriggja bardaga sigurgöngu en sigurvegarinn hér gæti komist á topp 10 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni með sigri á laugardaginn.3 atriði til að hafa í hugaSamanlagt með 15 sigra eftir rothöggHvorugur hefur tapað með uppgjafartakiRyan Jimmo á fljótasta rothöggið í sögu UFC en hann rotaði Anthony Perosh eftir 7 sekúndurVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sjá meira
Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í fyrri hluta upphitunarinnar kíkjum við á fyrstu þrjá bardaga kvöldsins.Ryan Bader (16-4-0) gegn Rafael Cavalcante (12-4-0) - léttþungavigt (92 kg)Ryan Bader sigraði 8. seríu The Ultimate Fighter og er góður alhliða bardagamaður. Hann er klárlega á topp 10 í sínum þyngdarflokki en á erfiðleikum með þá allra bestu. Hann tapar fyrir þeim allra bestu líkt og töpin gegn Jon Jones, Lyoto Machida og Glover Teixeira sýna en sigrar flesta aðra. Rafael „Feijao“ Cavalcante er fyrrum Strikeforce léttþungavigtarmeistarinn en þessi 34 ára Brasilíumaður er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er engu að síður sterkari í standandi viðureign og gæti lent í vandræðum ef Bader dregur bardagann í gólfið. Stuttan kynningarþátt um Bader og „Feijao“ má sjá hér að ofan.3 atriði til að hafa í hugaBader er mjög opinn fyrir höggum standandi en það er hans langstærsti veikleiki11 af 12 sigrum „Feijao“ komið eftir rothöggBader er frábær glímumaður en Feijao ætlar líklegast halda bardaganum standandi.Andrei Arlovski (21-10-0) gegn Brendan Schaub (10-3-0) - þungavigtAndrei Arlovski var UFC þungavigtarmeistarinn árið 2005 og verður þetta fyrsti bardagi hans í samtökunum síðan 2008. Eftir að Arlovski yfirgaf UFC lenti hann í slæmri taphrynu þar sem hann var rotaður þrisvar á tveimur árum. Hann hefur síðan þá snúið við blaðinu og hefur unnið 6 af síðustu 8 bardögum. MMA ferill Brendan Scaub var ekki einu sinni byrjaður þegar Arlovski ákvað að yfirgefa UFC en Schaub hefur barist frá árinu 2008. Hann kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þar sem hann tapaði í úrslitunum fyrir Roy Nelson. Síðan þá hefur ferill hans verið misjafn og hlaut sérstaklega neikvæða athygli eftir glímu sína á Metamoris þar sem hann sótti lítið sem ekkert.3 atriði til að hafa í hugaBáðir bardagamenn eru sagðir með glerhöku (þola illa högg)Arlovski er gamall sambó meistari og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartakSchaub hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun á ferlinumRyan Jimmo (19-3-0) gegn Ovince St. Preux (15-5-0) - léttþungavigt (92 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er í léttþungavigtinni milli Ryan Jimmo og Ovince St. Preux. Jimmo skipti úr karate yfir í MMA árið 2006 en fyrir utan einstaka spörk reynir hann umfram allt að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum og heldur þeim þétt upp við búrið. Andstæðingur hans, Ovince St. Preux, er einnig líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður. Ovince St. Preux er góður á öllum vígstöðum bardagans og blandar öllu saman í vel tímasettar fellur. St. Preux er á þriggja bardaga sigurgöngu en sigurvegarinn hér gæti komist á topp 10 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni með sigri á laugardaginn.3 atriði til að hafa í hugaSamanlagt með 15 sigra eftir rothöggHvorugur hefur tapað með uppgjafartakiRyan Jimmo á fljótasta rothöggið í sögu UFC en hann rotaði Anthony Perosh eftir 7 sekúndurVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sjá meira