Miðjumaður Bandaríkjanna hefði getað orðið afreksmaður í glímu Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. júní 2014 23:15 Kyle Beckerman valdi knattspyrnuna fram yfir glímuna. Vísir/Getty Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Sjá meira
Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Sjá meira