Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júní 2014 13:48 Gunnar Einarsson hefur verið bæjarstjóri í níu ár. Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira