Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. mars 2014 16:21 Gunnar Einarsson er í efsta sæti listans. Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann. Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann.
Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira