Ólafur Ragnar áttaði sig samstundis á möguleikum Startup Iceland Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2014 11:06 Hundruð frumkvöðla og alþjóðlegra fjárfesta frá öllum heimshornum voru saman komnir í Hörpu þegar Startup Iceland ráðstefnan var haldin í þriðja sinn. Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, segir að stuðningur forseta Íslands hafi skipt miklu máli fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem vettvangur númer eitt á Íslandi til að leiða saman íslenskt hugvit, sprota og fjárfesta. Ráðstefnan er hugarfóstur Indverjans Bala Kamallakharan, en hann hefur verið búsettur hér í mörg ár. Bala kom í Klinkið á dögunum en það má sjá hér. „Hvert ár viðist vera það stærsta en í ár fylltum við húsið mun hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Bala í samtali við Stöð 2 í Hörpu.Forsetinn verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi Að þessu sinni voru fjárfestar og fyrirlesarar mættir frá nær öllum heimshornum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn en hann hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.„Forsetinn hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi. Hann var fyrsti einstaklingurinn sem ég hitti og ég reyndi að sannfæra hann um að þetta væri hið eina rétta að gera. Hann náði þessu á fyrstu 5 mínútunum og skildi strax hvaða möguleikar voru í þessu,“ segir Bala.Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og er í eigu þriggja banka og sex lífeyrissjóða. Dr. Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks en fulltrúar sjóðsins mæta alltaf á Startup Iceland. Góðar hugmyndir koma alltaf „Það er afskaplega gaman að vera hérna í dag og vera vitni að því sem er að gerast hér. Þessu samtali sem er að eiga sér stað á milli sprotanna og þeirra hagsmunaaðila sem að þeim koma,“ segir Eggert. Hann segir að gróskan sé enn mest í hugbúnaðarþróun þar sem stofnkostnaður sé svo lár þótt sprotar sem framleiði harðar vörur eins og Lauf Forks og fleiri hafi náð árangri. Þess má geta að Benedikt Skúlason, stofnandi Lauf Forks, kom fyrr á þessu ári í Klinkið. „Auðvitað er miklu auðveldara og aðgangashindrunin miklu minni þegar kemur að hugbúnaðarfyrirtækjunum. Það breytir því hins vegar ekki að við erum að fá góðar hugmyndir á mörgum sviðum, hvort sem það eru gafflar fyrir hjól eða flökunartæki fyrir fisk. Góðar hugmyndir koma alltaf,“ segir Eggert. Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Hundruð frumkvöðla og alþjóðlegra fjárfesta frá öllum heimshornum voru saman komnir í Hörpu þegar Startup Iceland ráðstefnan var haldin í þriðja sinn. Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, segir að stuðningur forseta Íslands hafi skipt miklu máli fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem vettvangur númer eitt á Íslandi til að leiða saman íslenskt hugvit, sprota og fjárfesta. Ráðstefnan er hugarfóstur Indverjans Bala Kamallakharan, en hann hefur verið búsettur hér í mörg ár. Bala kom í Klinkið á dögunum en það má sjá hér. „Hvert ár viðist vera það stærsta en í ár fylltum við húsið mun hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Bala í samtali við Stöð 2 í Hörpu.Forsetinn verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi Að þessu sinni voru fjárfestar og fyrirlesarar mættir frá nær öllum heimshornum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn en hann hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.„Forsetinn hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi. Hann var fyrsti einstaklingurinn sem ég hitti og ég reyndi að sannfæra hann um að þetta væri hið eina rétta að gera. Hann náði þessu á fyrstu 5 mínútunum og skildi strax hvaða möguleikar voru í þessu,“ segir Bala.Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og er í eigu þriggja banka og sex lífeyrissjóða. Dr. Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks en fulltrúar sjóðsins mæta alltaf á Startup Iceland. Góðar hugmyndir koma alltaf „Það er afskaplega gaman að vera hérna í dag og vera vitni að því sem er að gerast hér. Þessu samtali sem er að eiga sér stað á milli sprotanna og þeirra hagsmunaaðila sem að þeim koma,“ segir Eggert. Hann segir að gróskan sé enn mest í hugbúnaðarþróun þar sem stofnkostnaður sé svo lár þótt sprotar sem framleiði harðar vörur eins og Lauf Forks og fleiri hafi náð árangri. Þess má geta að Benedikt Skúlason, stofnandi Lauf Forks, kom fyrr á þessu ári í Klinkið. „Auðvitað er miklu auðveldara og aðgangashindrunin miklu minni þegar kemur að hugbúnaðarfyrirtækjunum. Það breytir því hins vegar ekki að við erum að fá góðar hugmyndir á mörgum sviðum, hvort sem það eru gafflar fyrir hjól eða flökunartæki fyrir fisk. Góðar hugmyndir koma alltaf,“ segir Eggert.
Klinkið Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira