Hannes Þór: Bestu leikirnir mínir oftast í tapleikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2014 09:30 Hannes Þór tekur á móti bolta frá Guðmundi Hreiðarssyni á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn. Vísir/Daníel Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Eistlandi í vináttulandsleik í kvöld klukkan 19.15 á Laugardalsvelli. Þetta er síðasti æfingaleikur liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 í haust, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður landsliðsins, fær að hvíla sig í kvöld, en Lars og Heimir gáfu út byrjunarliðið seint í gærkvöldi og þar kom fram að GunnleifurGunnleifsson byrjar í markinu. Hannes varði mark Íslands í jafnteflisleiknum gegn Austurríki á föstudaginn og stóð sig vel eins og svo oft áður. Þessi þrítugi Leiknismaður er að spila í atvinnumennskunni í fyrsta skipti í ár en hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sandnes Ulf fyrr á árinu. „Það er búið að vera mjög gaman. Þetta er krefjandi. Leikirnir eru stærri og fótboltinn aðeins öðruvísi, en ekki mikið samt,“ sagði Hannes við Vísi á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í gær.Hannes hefur gætur á Rúrik Gíslasyni.Vísir/DaníelÞurfum að fara að rífa okkur í gang Úlfarnir frá Sandnes eru sem stendur í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir ellefu umferðir með sjö stig og hafa aðeins unnið einn leik. Það endurspeglar þó ekki frammistöðu Hannesar sem er lofsunginn eftir nánast hvern einasta leik í norskum miðlum. Hann er sagður einfaldlega halda liðinu á floti, eins langt og það nær. „Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt en gengi liðsins er auðvitað ekkert sérstakt. Það dregur mann aðeins niður, en fyrir utan það er ég mjög ánægður með þetta,“ sagði Hannes sem er fullmeðvitaður um eigin ágæti á tímabilinu. „Ég verð að viðurkenna það, að ég er búinn að vera í fínu formi og er ánægður með mína frammistöðu. Það hefur samt ekki skilað neinum stigum ennþá. Bestu leikirnir mínir hafa oftast verið í tapleikjum,“ sagði hann og hló við. „Við þurfum að fara að rífa okkur í gang. Það er margt gott í þessu liði og ég er að stóla á að við förum vakna til lífsins. Það verður líka að gerast fyrr eða síðar. Það fer hver að verða síðastur að rífa sig upp úr þessum pakka á botninum.“ Þrátt fyrir að hafa farið seinna út en flestir, ef ekki allir, atvinnumenn Íslands í dag segir Hannes alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og taka framförum. Hann gerir líka þá kröfu á sjálfan sig að bæta sig með hverjum degi. „Það er mikið af nýjum áskorunum sem mæta manni þarna úti og nýjar dyr sem opnast. Maður er náttúrlega kominn með nýjan markmannsþjálfara og það koma alltaf fram nýjar hugmyndir með nýjum mönnum. Það gerir það að verkum að maður er alltaf að bæta sig. Það er líka mín stefna. Maður verður að vera að bæta sig fram á síðasta dag,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Landsliðsmaðurinn er rólegur yfir sinni stöðu hjá Sampdoria á Ítalíu. 3. júní 2014 15:30 Eigum að vinna Eistland á heimavelli Lars Lagerbäck vill stjórna leiknum frá fyrstu mínútu. 4. júní 2014 06:00 Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00 Byrjunarlið Íslands klárt | Gylfi kemur inn Fimm breytingar frá leiknum gegn Austurríki. Gunnleifur, Theódór Elmar, Ragnar, Hallgrímur og Gylfi Þór koma inn í byrjunarliðið. 3. júní 2014 23:45 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Eistlandi í vináttulandsleik í kvöld klukkan 19.15 á Laugardalsvelli. Þetta er síðasti æfingaleikur liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 í haust, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður landsliðsins, fær að hvíla sig í kvöld, en Lars og Heimir gáfu út byrjunarliðið seint í gærkvöldi og þar kom fram að GunnleifurGunnleifsson byrjar í markinu. Hannes varði mark Íslands í jafnteflisleiknum gegn Austurríki á föstudaginn og stóð sig vel eins og svo oft áður. Þessi þrítugi Leiknismaður er að spila í atvinnumennskunni í fyrsta skipti í ár en hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sandnes Ulf fyrr á árinu. „Það er búið að vera mjög gaman. Þetta er krefjandi. Leikirnir eru stærri og fótboltinn aðeins öðruvísi, en ekki mikið samt,“ sagði Hannes við Vísi á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í gær.Hannes hefur gætur á Rúrik Gíslasyni.Vísir/DaníelÞurfum að fara að rífa okkur í gang Úlfarnir frá Sandnes eru sem stendur í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir ellefu umferðir með sjö stig og hafa aðeins unnið einn leik. Það endurspeglar þó ekki frammistöðu Hannesar sem er lofsunginn eftir nánast hvern einasta leik í norskum miðlum. Hann er sagður einfaldlega halda liðinu á floti, eins langt og það nær. „Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt en gengi liðsins er auðvitað ekkert sérstakt. Það dregur mann aðeins niður, en fyrir utan það er ég mjög ánægður með þetta,“ sagði Hannes sem er fullmeðvitaður um eigin ágæti á tímabilinu. „Ég verð að viðurkenna það, að ég er búinn að vera í fínu formi og er ánægður með mína frammistöðu. Það hefur samt ekki skilað neinum stigum ennþá. Bestu leikirnir mínir hafa oftast verið í tapleikjum,“ sagði hann og hló við. „Við þurfum að fara að rífa okkur í gang. Það er margt gott í þessu liði og ég er að stóla á að við förum vakna til lífsins. Það verður líka að gerast fyrr eða síðar. Það fer hver að verða síðastur að rífa sig upp úr þessum pakka á botninum.“ Þrátt fyrir að hafa farið seinna út en flestir, ef ekki allir, atvinnumenn Íslands í dag segir Hannes alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og taka framförum. Hann gerir líka þá kröfu á sjálfan sig að bæta sig með hverjum degi. „Það er mikið af nýjum áskorunum sem mæta manni þarna úti og nýjar dyr sem opnast. Maður er náttúrlega kominn með nýjan markmannsþjálfara og það koma alltaf fram nýjar hugmyndir með nýjum mönnum. Það gerir það að verkum að maður er alltaf að bæta sig. Það er líka mín stefna. Maður verður að vera að bæta sig fram á síðasta dag,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Landsliðsmaðurinn er rólegur yfir sinni stöðu hjá Sampdoria á Ítalíu. 3. júní 2014 15:30 Eigum að vinna Eistland á heimavelli Lars Lagerbäck vill stjórna leiknum frá fyrstu mínútu. 4. júní 2014 06:00 Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00 Byrjunarlið Íslands klárt | Gylfi kemur inn Fimm breytingar frá leiknum gegn Austurríki. Gunnleifur, Theódór Elmar, Ragnar, Hallgrímur og Gylfi Þór koma inn í byrjunarliðið. 3. júní 2014 23:45 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Landsliðsmaðurinn er rólegur yfir sinni stöðu hjá Sampdoria á Ítalíu. 3. júní 2014 15:30
Eigum að vinna Eistland á heimavelli Lars Lagerbäck vill stjórna leiknum frá fyrstu mínútu. 4. júní 2014 06:00
Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00
Byrjunarlið Íslands klárt | Gylfi kemur inn Fimm breytingar frá leiknum gegn Austurríki. Gunnleifur, Theódór Elmar, Ragnar, Hallgrímur og Gylfi Þór koma inn í byrjunarliðið. 3. júní 2014 23:45