Rússneski tígurinn fær sína stærstu prófraun á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. júní 2014 22:45 Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira