Sterk sól og brunahætta Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2014 09:30 Spákort Veðurstofunnar kl. 15 í dag. Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm. Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira
Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm.
Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira
Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45
Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15