Nadal sigraði landa sinn David Ferrer í fjórðungsúrslitum og Skotann Andy Murray í undanúrslitum, á meðan Djokovic sigraði Milos Raonic frá Kanada og Ernests Gulbis frá Lettlandi.
Djokovic byrjaði leikinn í dag betur og vann fyrsta settið 6-3. Spánverjinn svaraði með því að vinna annað settið 7-5 og það þriðja 6-2. Nadal tryggði sér svo sigurinn þegar hann vann fjórða settið 6-4.
Þetta var fimmti sigur Nadals í röð á Opna franska og sá níundi á síðustu tíu árum. Enginn hefur unnið mótið jafn oft og Nadal.
Nadal hefur nú unnið 14 stórmót á ferlinum, jafn mörg og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras vann á árunum 1990-2002. Nadal vantar aðeins þrjá stórmótstitla til að jafna við Roger Federer sem hefur unnið 17 slíka.
Nadal varð sömuleiðis í dag sá fyrsti til að vinna titil á stórmóti tíu ár í röð.
Stórmótstitlar Rafaels Nadal:
Opna franska: 9 sigrar (2005, 2006, 2007, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014)
Opna ástralska: 1 sigur (2009)
Wimbledon: 2 sigrar (2008, 2010)
Opna bandaríska: 2 sigrar (2010, 2013)



