Nadal meistari fimmta árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2014 17:20 Rafael Nadal með bikarinn. Vísir/AFP Spánverjinn Rafael Nadal varð meistari á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik í dag. Nadal sigraði landa sinn David Ferrer í fjórðungsúrslitum og Skotann Andy Murray í undanúrslitum, á meðan Djokovic sigraði Milos Raonic frá Kanada og Ernests Gulbis frá Lettlandi. Djokovic byrjaði leikinn í dag betur og vann fyrsta settið 6-3. Spánverjinn svaraði með því að vinna annað settið 7-5 og það þriðja 6-2. Nadal tryggði sér svo sigurinn þegar hann vann fjórða settið 6-4. Þetta var fimmti sigur Nadals í röð á Opna franska og sá níundi á síðustu tíu árum. Enginn hefur unnið mótið jafn oft og Nadal. Nadal hefur nú unnið 14 stórmót á ferlinum, jafn mörg og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras vann á árunum 1990-2002. Nadal vantar aðeins þrjá stórmótstitla til að jafna við Roger Federer sem hefur unnið 17 slíka. Nadal varð sömuleiðis í dag sá fyrsti til að vinna titil á stórmóti tíu ár í röð.Stórmótstitlar Rafaels Nadal:Opna franska: 9 sigrar (2005, 2006, 2007, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014)Opna ástralska: 1 sigur (2009)Wimbledon: 2 sigrar (2008, 2010)Opna bandaríska: 2 sigrar (2010, 2013)Nadal trúir ekki sínum eigin augum eftir að hafa tryggt sér sigurinn.Vísir/AFPNadal hefur unnið Opna franska meistaramótið níu sinnum, oftar en nokkur annar.Vísir/AFPNadal á ferðinni í úrslitaleiknum í dag.Vísir/AFPNadal og Djokovic með verðlaunagripina.Vísir/AFP Tennis Tengdar fréttir Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38 Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal varð meistari á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik í dag. Nadal sigraði landa sinn David Ferrer í fjórðungsúrslitum og Skotann Andy Murray í undanúrslitum, á meðan Djokovic sigraði Milos Raonic frá Kanada og Ernests Gulbis frá Lettlandi. Djokovic byrjaði leikinn í dag betur og vann fyrsta settið 6-3. Spánverjinn svaraði með því að vinna annað settið 7-5 og það þriðja 6-2. Nadal tryggði sér svo sigurinn þegar hann vann fjórða settið 6-4. Þetta var fimmti sigur Nadals í röð á Opna franska og sá níundi á síðustu tíu árum. Enginn hefur unnið mótið jafn oft og Nadal. Nadal hefur nú unnið 14 stórmót á ferlinum, jafn mörg og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras vann á árunum 1990-2002. Nadal vantar aðeins þrjá stórmótstitla til að jafna við Roger Federer sem hefur unnið 17 slíka. Nadal varð sömuleiðis í dag sá fyrsti til að vinna titil á stórmóti tíu ár í röð.Stórmótstitlar Rafaels Nadal:Opna franska: 9 sigrar (2005, 2006, 2007, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014)Opna ástralska: 1 sigur (2009)Wimbledon: 2 sigrar (2008, 2010)Opna bandaríska: 2 sigrar (2010, 2013)Nadal trúir ekki sínum eigin augum eftir að hafa tryggt sér sigurinn.Vísir/AFPNadal hefur unnið Opna franska meistaramótið níu sinnum, oftar en nokkur annar.Vísir/AFPNadal á ferðinni í úrslitaleiknum í dag.Vísir/AFPNadal og Djokovic með verðlaunagripina.Vísir/AFP
Tennis Tengdar fréttir Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38 Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Sjá meira
Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38
Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli