Þjóðskrá skoðar lögheimilisskráningu Sveinbjargar Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2014 14:55 Vísir/Vilhelm/Valgarður Þjóðskrá athugar nú, eftir ábendingu frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skuli áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hafði til skoðunar, á fundi stjórnarinnar þann 11. maí, hvort Sveinbjörg uppfyllti kjörgengisskilyrði í Reykjavík eftir að haft var eftir henni í fjölmiðlum að hún byggi í Kópavogi, en hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, þar sem hún er í framboði. Yfirkjörstjórn kallaði Sveinbjörgu á sinn fund ásamt Þorsteini Magnússyni, umboðsmanni lista Framsóknar og flugvallarvina. Á fundinum staðfesti hún að rétt hefði verið haft eftir henni í fjölmiðlum. Þar sem ákvörðun um réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðenda heyrir ekki að lögum undir yfirkjörstjórn, var kjörgengi Sveinbjargar úrskurðað gilt. Þó sendi yfirkjörstjórn ábendingu til Þjóðskrár Íslands, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta. Þjóðskrá hefur málið nú til skoðunar.Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að Þjóðskrá hafi borist þessi ábending. „Það er alvanalegt að við fáum ábendingar um að lögheimili einstaklings sé ekki eins og það sé skráð. Þá fer það í hefðbundna málsmeðferð og það er eins með þessa ábendingu og allar aðrar,“ segir Margrét. Hefðbundin málsmeðferð slíkra ábendinga felur í sér að viðkomandi er kynnt ábendingin og beðinn um upplýsingar og gögn sem styðji að lögheimili sé þar sem hann kveðst eiga heima. Þá getur einnig farið fram sjálfstæð gagnöflun Þjóðskrár. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar, ef gögnin styðji það. Í lögum um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þjóðskrá athugar nú, eftir ábendingu frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skuli áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hafði til skoðunar, á fundi stjórnarinnar þann 11. maí, hvort Sveinbjörg uppfyllti kjörgengisskilyrði í Reykjavík eftir að haft var eftir henni í fjölmiðlum að hún byggi í Kópavogi, en hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, þar sem hún er í framboði. Yfirkjörstjórn kallaði Sveinbjörgu á sinn fund ásamt Þorsteini Magnússyni, umboðsmanni lista Framsóknar og flugvallarvina. Á fundinum staðfesti hún að rétt hefði verið haft eftir henni í fjölmiðlum. Þar sem ákvörðun um réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðenda heyrir ekki að lögum undir yfirkjörstjórn, var kjörgengi Sveinbjargar úrskurðað gilt. Þó sendi yfirkjörstjórn ábendingu til Þjóðskrár Íslands, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta. Þjóðskrá hefur málið nú til skoðunar.Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að Þjóðskrá hafi borist þessi ábending. „Það er alvanalegt að við fáum ábendingar um að lögheimili einstaklings sé ekki eins og það sé skráð. Þá fer það í hefðbundna málsmeðferð og það er eins með þessa ábendingu og allar aðrar,“ segir Margrét. Hefðbundin málsmeðferð slíkra ábendinga felur í sér að viðkomandi er kynnt ábendingin og beðinn um upplýsingar og gögn sem styðji að lögheimili sé þar sem hann kveðst eiga heima. Þá getur einnig farið fram sjálfstæð gagnöflun Þjóðskrár. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar, ef gögnin styðji það. Í lögum um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira