Birkir Gunnnarsson, Íslandsmeistari í tennis, var valinn tennisspilari ársins hjá HAAC-samtökunum sem eru samtök tíu háskóla í miðaustur-Ameríku.
Birkir átti góðu gengi að fagna á sínu fyrsta ári með Graceland-Háskólanum í Iowa og lék þar sem tenisspilari númer eitt hjá sínu liði. Hann mætti því alltaf bestu mönnum andstæðinganna.
Íslandsmeistaranum er styrkleikaraðað númer ellefu í einliðaleik af 500 spilurum í NAIA-deildinni og númer fimm í tvíliðaleik.
Graceland-háskólinn komst í úrslitakeppnina í ár og bakaði þar Belleville, 5-1, í fyrstu umferð. Birkir og félagar voru svo slegnir úr keppni í næstu umferð af Georgia Gwinnet-háskólanum sem er sá næstbesti í NAIA-deildinni. Birkir stóð síðar uppi sem meistari í tvíliðaleik ásamt félaga sínum.
