Upphitun fyrir UFC 173 Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. maí 2014 22:45 Renan Barao og TJ Dillashaw í vigtuninni fyrr í kvöld. Vísir/Getty Seint í kvöld verður bein útsending á Stöð 2 Sport frá UFC 173 þar sem Renan Barao og TJ Dillashaw berjast um bantamvigtartitil UFC. Ólympíufararnir Dan Henderson og Daniel Cormier takast á auk þess sem þeir höggþungu Jake Ellenberger og Robbie Lawler berjast í mikilvægum bardaga í veltivigtinni. Bardagarnir hefjast kl 2 aðfaranótt sunnudags. Renan Barao (32-1-0 (1)) gegn TJ Dillashaw (9-2-0) - Titilbardagi í bantamvigt (61 kg) Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í bantamvigtinni. Renan Barao byrjaði ferilinn ekki glæsilega. Hann tapaði sínum fyrsta bardaga en síðan þá hefur hann ekki tapað. 33 bardagar í röð án taps er nokkuð sem fáir bardagamenn geta státað af. Barao er frábær á öllum vígstöðum bardagans og hefur aðeins einu sinni verið tekinn niður í 20 tilraunum í UFC. Hann er að margra mati einn af allra fremstu bardagamönnum heims, pund fyrir pund, og ver titil sinn í fjórða skipti á laugardagskvöldið.3 atriði til að hafa í hugaEkki tapað síðan 2005Aðeins einu sinni verið tekinn niður í 9 UFC/WEC bardögumSvart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartak TJ Dillashaw kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn. Þar var hann einhæfur glímumaður en komst þó alla leið í úrslitin. Eftir að hann tapaði úrslitabardaganum í raunveruleikaþáttunum hefur hann stórbætt sig sem bardagamaður. Hann er ekki lengur einhæfur glímumaður heldur virkilega góður bardagamaður á öllum vígstöðum bardagans.3 atriði til að hafa í huga100% felluvörn í UFCGetur orðið fyrsti Team Alpha Male meðlimurinn til að sigra titil í UFCHittir 4,86 högg á mínútu að meðaltali sem er það hæsta í bantamvigtinni.Daniel Cormier (14-0-0) gegn Dan Henderson (30-11-0) - Léttþungavigt (93 kg) Daniel Cormier er einn af fremstu glímumönnunum sem stigið hefur fæti í UFC-búrið. Hann hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og hefur aldrei verið tekinn niður í UFC. Hann hefur einnig sýnt að hann er ágætis boxari og sigrað átta bardaga eftir rothögg. Hann berst nú í léttþungavigt eftir að hafa verið í þungavigt lengst af. Þrátt fyrir að vera fremur lítill í þungavigtinni var hann ósigraður þar og varð Strikeforce þungavigtarmeistarinn áður en samtökin lögðu upp laupana.3 atriði til að hafa í hugaGæti fengið titilbardaga með sigriAðeins einu sinni barist áður í léttþungavigtÆfir hjá AKA ásamt þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez Dan Henderson hefur barist í MMA frá árinu 1997. Hann er eini maðurinn sem hefur orðið meistari í Pride, UFC og Strikeforce. Hann er flinkur glímumaður og keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992 og 1996. Hann er nú á allra síðasta séns að komast aftur á toppinn í UFC en Henderson verður 44 ára í ágúst.3 atriði til að hafa í hugaHefur svakalega öfluga hægri hönd (H-bomb)Var þekktur fyrir að vera með granít harða höku á sínum tíma en hakan virðist vera að yfirgefa hann núnaElsti bardagamaðurinn í UFCRobbie Lawler var hársbreidd frá því að sigra veltivigtartitilinn fyrr á þessu áriRobbie Lawler (22-10-0) gegn Jake Ellenberger (29-7-0) - Veltivigt (77 kg)Hinn 32 ára Robbie Lawler barðist síðast gegn Johny Hendricks um veltivigtartitil UFC. Bardaginn var frábær og var Lawler nálægt því að vinna beltið. Lawler byrjaði aðeins 16 ára að æfa MMA og æfði þá með fullorðnum karlmönnum sem tuskuðu hann til. Hann er einstaklega harður af sér og er sem stendur nr. 1 á lista UFC yfir bestu veltivigtarmennina (meistararnir í UFC eru aldrei með á þessum listum).3 atriði til að hafa í hugaGríðarlega höggþungurHefur frábæra hökuAðeins 69 dagar síðan hann barðist gríðarlega erfiðan 5 lotu bardaga Jake Ellenberger er eins og svo margir sigursælir bardagakappar góður glímumaður með þungar hendur. Á meðan hann lærði sálfræði í háskólanum í Nebraska glímdi hann með glímuliði skólans. Hann nýtur góðs af því í MMA í dag enda einstaklega fær glímumaður.3 atriði til að hafa í huga18 sigrar eftir rothöggÁ það til að leita of mikið af rothögginu sem gerir hann fyrirsjáanlegan93% felluvörn í UFCTakeya Mizugaki (19-7-2) gegn Francisco Rivera (10-2-0) - Bantamvigt (61 kg) Þetta er klássískur “striker vs. grappler” bardagi. Mizugaki er góður glímumaður og sigrað fjóra bardaga í röð í UFC. Á sama tíma er Francisco Rivera með frábært Muay Thai og rotað fimm af síðustu sex andstæðingum sínum.3 atriði til að hafa í hugaMizugaki verður að koma bardaganum í gólfiðRivera gríðarlega höggþungur og með flottar flétturÞrátt fyrir að vera að upplagi glímumaður hefur Mizugaki aðeins einu sinni sigrað eftir uppgjafartakJamie Varner (21-9-1) gegn James Krause (20-5-0) - Léttvigt (70 kg) Jamie Varner hefur tapað tveimur síðustu bardögum sínum en er þrátt fyrir það á aðal hluta bardagakvöldsins. Ástæðan fyrir því er einföld, bardagar hans eru alltaf skemmtilegir! Hann verður þó að sigra þennan bardaga ef hann ætlar að halda starfinu í UFC. James Krause er að sama skapi mjög skemmtilegur bardagamaður. Af 20 sigrum hans hafa aðeins tveir komið eftir dómaraákvörðun. Fyrsti bardagi kvöldsins gæti því hæglega orðið stórgóð skemmtun.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannVarner er fyrrum WEC meistarinn en tapaði titlinum til UFC bardagamannsins Donald CerroneSamanlagt hafa þeir klárað 88% bardaga sinna með hengingu eða rothöggiJamie Varner var í fyrsta sinn rotaður á ferlinum í febrúar á þessu ári gegn Abel Trujilo MMA Tengdar fréttir Erkifjendur mætast á UFC 173 Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. 23. maí 2014 07:30 Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Seint í kvöld verður bein útsending á Stöð 2 Sport frá UFC 173 þar sem Renan Barao og TJ Dillashaw berjast um bantamvigtartitil UFC. Ólympíufararnir Dan Henderson og Daniel Cormier takast á auk þess sem þeir höggþungu Jake Ellenberger og Robbie Lawler berjast í mikilvægum bardaga í veltivigtinni. Bardagarnir hefjast kl 2 aðfaranótt sunnudags. Renan Barao (32-1-0 (1)) gegn TJ Dillashaw (9-2-0) - Titilbardagi í bantamvigt (61 kg) Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í bantamvigtinni. Renan Barao byrjaði ferilinn ekki glæsilega. Hann tapaði sínum fyrsta bardaga en síðan þá hefur hann ekki tapað. 33 bardagar í röð án taps er nokkuð sem fáir bardagamenn geta státað af. Barao er frábær á öllum vígstöðum bardagans og hefur aðeins einu sinni verið tekinn niður í 20 tilraunum í UFC. Hann er að margra mati einn af allra fremstu bardagamönnum heims, pund fyrir pund, og ver titil sinn í fjórða skipti á laugardagskvöldið.3 atriði til að hafa í hugaEkki tapað síðan 2005Aðeins einu sinni verið tekinn niður í 9 UFC/WEC bardögumSvart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartak TJ Dillashaw kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn. Þar var hann einhæfur glímumaður en komst þó alla leið í úrslitin. Eftir að hann tapaði úrslitabardaganum í raunveruleikaþáttunum hefur hann stórbætt sig sem bardagamaður. Hann er ekki lengur einhæfur glímumaður heldur virkilega góður bardagamaður á öllum vígstöðum bardagans.3 atriði til að hafa í huga100% felluvörn í UFCGetur orðið fyrsti Team Alpha Male meðlimurinn til að sigra titil í UFCHittir 4,86 högg á mínútu að meðaltali sem er það hæsta í bantamvigtinni.Daniel Cormier (14-0-0) gegn Dan Henderson (30-11-0) - Léttþungavigt (93 kg) Daniel Cormier er einn af fremstu glímumönnunum sem stigið hefur fæti í UFC-búrið. Hann hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og hefur aldrei verið tekinn niður í UFC. Hann hefur einnig sýnt að hann er ágætis boxari og sigrað átta bardaga eftir rothögg. Hann berst nú í léttþungavigt eftir að hafa verið í þungavigt lengst af. Þrátt fyrir að vera fremur lítill í þungavigtinni var hann ósigraður þar og varð Strikeforce þungavigtarmeistarinn áður en samtökin lögðu upp laupana.3 atriði til að hafa í hugaGæti fengið titilbardaga með sigriAðeins einu sinni barist áður í léttþungavigtÆfir hjá AKA ásamt þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez Dan Henderson hefur barist í MMA frá árinu 1997. Hann er eini maðurinn sem hefur orðið meistari í Pride, UFC og Strikeforce. Hann er flinkur glímumaður og keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992 og 1996. Hann er nú á allra síðasta séns að komast aftur á toppinn í UFC en Henderson verður 44 ára í ágúst.3 atriði til að hafa í hugaHefur svakalega öfluga hægri hönd (H-bomb)Var þekktur fyrir að vera með granít harða höku á sínum tíma en hakan virðist vera að yfirgefa hann núnaElsti bardagamaðurinn í UFCRobbie Lawler var hársbreidd frá því að sigra veltivigtartitilinn fyrr á þessu áriRobbie Lawler (22-10-0) gegn Jake Ellenberger (29-7-0) - Veltivigt (77 kg)Hinn 32 ára Robbie Lawler barðist síðast gegn Johny Hendricks um veltivigtartitil UFC. Bardaginn var frábær og var Lawler nálægt því að vinna beltið. Lawler byrjaði aðeins 16 ára að æfa MMA og æfði þá með fullorðnum karlmönnum sem tuskuðu hann til. Hann er einstaklega harður af sér og er sem stendur nr. 1 á lista UFC yfir bestu veltivigtarmennina (meistararnir í UFC eru aldrei með á þessum listum).3 atriði til að hafa í hugaGríðarlega höggþungurHefur frábæra hökuAðeins 69 dagar síðan hann barðist gríðarlega erfiðan 5 lotu bardaga Jake Ellenberger er eins og svo margir sigursælir bardagakappar góður glímumaður með þungar hendur. Á meðan hann lærði sálfræði í háskólanum í Nebraska glímdi hann með glímuliði skólans. Hann nýtur góðs af því í MMA í dag enda einstaklega fær glímumaður.3 atriði til að hafa í huga18 sigrar eftir rothöggÁ það til að leita of mikið af rothögginu sem gerir hann fyrirsjáanlegan93% felluvörn í UFCTakeya Mizugaki (19-7-2) gegn Francisco Rivera (10-2-0) - Bantamvigt (61 kg) Þetta er klássískur “striker vs. grappler” bardagi. Mizugaki er góður glímumaður og sigrað fjóra bardaga í röð í UFC. Á sama tíma er Francisco Rivera með frábært Muay Thai og rotað fimm af síðustu sex andstæðingum sínum.3 atriði til að hafa í hugaMizugaki verður að koma bardaganum í gólfiðRivera gríðarlega höggþungur og með flottar flétturÞrátt fyrir að vera að upplagi glímumaður hefur Mizugaki aðeins einu sinni sigrað eftir uppgjafartakJamie Varner (21-9-1) gegn James Krause (20-5-0) - Léttvigt (70 kg) Jamie Varner hefur tapað tveimur síðustu bardögum sínum en er þrátt fyrir það á aðal hluta bardagakvöldsins. Ástæðan fyrir því er einföld, bardagar hans eru alltaf skemmtilegir! Hann verður þó að sigra þennan bardaga ef hann ætlar að halda starfinu í UFC. James Krause er að sama skapi mjög skemmtilegur bardagamaður. Af 20 sigrum hans hafa aðeins tveir komið eftir dómaraákvörðun. Fyrsti bardagi kvöldsins gæti því hæglega orðið stórgóð skemmtun.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannVarner er fyrrum WEC meistarinn en tapaði titlinum til UFC bardagamannsins Donald CerroneSamanlagt hafa þeir klárað 88% bardaga sinna með hengingu eða rothöggiJamie Varner var í fyrsta sinn rotaður á ferlinum í febrúar á þessu ári gegn Abel Trujilo
MMA Tengdar fréttir Erkifjendur mætast á UFC 173 Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. 23. maí 2014 07:30 Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Erkifjendur mætast á UFC 173 Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. 23. maí 2014 07:30
Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15