Veðrið lék hvorki við keppendur né áhorfendur en þrátt fyrir það komu um 1.000 manns til þess að fylgjast með keppninni.
Ívar Guðmundsson á Kölska varð hlutskarpastur í keppni helgarinnar í götubílaflokki með 1.597 stig. Í öðru sæti varð Steingrímur Bjarnason á Strumpinum með 1.270 stig.
Sævar Már Gunnarsson á Bruce Willys kom þar rétt á eftir með 1.239 stig. Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum varð svo fjórði en hann fékk 1.090 stig.
Í flokki sérútbúinna götubíla vann Jón Vilberg Gunnarsson yfirburðasigur en hann fékk 1.253 stig á meðan Sigfús Gunnar Benediktsson fékk aðeins 713 stig.
Í sérútbúna flokknum vann Elmar Jón Guðmundsson á Heimasætunni. Hann fékk 1.331 stig en Valdimar Jón Sveinsson á Crash Hard fékk 1.297 stig. Helgi Gunnlaugsson á Gærunni fékk 1.240 stgi að þessu sinni og Benedikt Helgi Sigfússon á Hlunknum fékk 1.140 stig.
Fleiri myndir úr keppninni má sjá hér að neðan.




