Oddvitaáskorunin - Með stórt Skagahjarta 26. maí 2014 11:38 Ingibjörg ásamt fólkinu á framboðslista Samfylkingarinnar á Akranesi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ingibjörg Valdimarsdóttir heiti ég og er 41 árs og gift Eggerti Herbertssyni framkvæmdastjóra og eigum við 3 börn; Andra Frey 14 ára, Arndísi Lilju 11 ár og Viktor Daða 7 ára. Ég er bæjarfulltrúi og varaformaður bæjarráðs. Ég er einnig varaformaður stjórnar SSV og formaður starfshóps um atvinnu- og ferðamál. Ég var formaður fjölskylduráðs frá 2010 til 2012. Ég er borin og barnfæddur Skagamaður og er dóttir hjónanna Jóhönnu L. Jónsdóttur og Valdimars Björgvinssonar. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef lokið M.sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR. Í dag rek ég fyrirtæki á Akranesi sem heitir Ritari.is. Annars hef ég mestmegnis starfað við markaðsmál og stjórnun eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum. Ég hef mikinn áhuga á öll sem tengist ferðalögum og ólíkum menningarheimum og fólki almennt, eins hef ég mikinn áhuga á allskyns útiveru og hreyfingu. Annars fer mestur minn tími í fjölskylduna, vinina, félagsstörfin og vinnuna. Það sem ég hef lagt mestu áherslu á og haft mikinn áhuga á eru atriði eins og aukið íbúalýðræði með meiri þátttöku bæjarbúa í málefnum bæjarfélagsins. Málefni fjölskyldunnar eru mér hjartfólgin, eins og skólamál og íþrótta- og æskulýðsmál og eins tel ég mikilvægt að halda þétt utanum uppbyggingu atvinnulífsins. Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og sem rekstrarmanneskja vel ég að fara skynsamlega með fjármuni bæjarbúa til hagsmuna fyrir bæjarfélagið í heild. Við eigum að halda áfram að greiða niður skuldir bæjarsjóðs þannig að við séum ekki að eyða of stóru hlutfalli bæjarsjóðs í fjármagnskostnað. Ég tel okkur hafa gert ágætlega þessum málefnum á nústandandi kjörtímabili. Ég tel að samvinna bæjarstjórnar skili mestu til bæjarbúa og sé til hagsbóta fyrir bæjarfélagið í heild og því er nauðsynlegt að vinna að bæjarmálum að fagmennsku og gegnsæi og nauðsynlegt að horfa upp úr pólitískum flokkadráttum. Mér þykir afar vænt um bæinn minn og sé mikið af tækifærum sem mig langar til að nýta í þágu bæjarfélagins en til þess að geta það þurfum við stuðning bæjarbúa í kosningunum.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Langisandur og leiðin milli Seljarlandsfoss og Skógarfoss undir Eyjafjöllum, að meðtöldum fossunum tveimur. Hundar eða kettir?Hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu?Á þrjár sem ekki er hægt að gera upp á milli en það er þegar ég fékk börnin mín þrjú fyrst í hendurnar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hrossalund grilluð à la Eggert. Hvernig bíl ekur þú?Svörtum Bens. Besta minningin?Sú sem kemur upp í huga mínum er brúðkaupsferðin með eiginmanni mínum til Kuala Lumpur og Balí, meiriháttar staðir og frábært fólk. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, það hefur komið fyrir að ég hef verið að flýta mér um of í umferðinni. Hverju sérðu mest eftir?Að hafa ekki verið duglegri að heimsækja ömmur mínar og afa þegar þau voru á lífi. Draumaferðalagið?Að fara í heimsreisu með megináherslu á Asíu. Hefur þú migið í saltan sjó?Já ég held að ég hafi gert það einu sinni. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Að þiggja gistingu hjá öldruðum manni í Róm á bakpokaferðalagi með 2 vinkonum mínum um Evrópu fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Hefur þú viðurkennt mistök?Já margoft. Hef einnig viðurkennt að vera ekki fullkomin. Hverju ertu stoltust af?Börnunum mínum þremur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32 Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ingibjörg Valdimarsdóttir heiti ég og er 41 árs og gift Eggerti Herbertssyni framkvæmdastjóra og eigum við 3 börn; Andra Frey 14 ára, Arndísi Lilju 11 ár og Viktor Daða 7 ára. Ég er bæjarfulltrúi og varaformaður bæjarráðs. Ég er einnig varaformaður stjórnar SSV og formaður starfshóps um atvinnu- og ferðamál. Ég var formaður fjölskylduráðs frá 2010 til 2012. Ég er borin og barnfæddur Skagamaður og er dóttir hjónanna Jóhönnu L. Jónsdóttur og Valdimars Björgvinssonar. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef lokið M.sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR. Í dag rek ég fyrirtæki á Akranesi sem heitir Ritari.is. Annars hef ég mestmegnis starfað við markaðsmál og stjórnun eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum. Ég hef mikinn áhuga á öll sem tengist ferðalögum og ólíkum menningarheimum og fólki almennt, eins hef ég mikinn áhuga á allskyns útiveru og hreyfingu. Annars fer mestur minn tími í fjölskylduna, vinina, félagsstörfin og vinnuna. Það sem ég hef lagt mestu áherslu á og haft mikinn áhuga á eru atriði eins og aukið íbúalýðræði með meiri þátttöku bæjarbúa í málefnum bæjarfélagsins. Málefni fjölskyldunnar eru mér hjartfólgin, eins og skólamál og íþrótta- og æskulýðsmál og eins tel ég mikilvægt að halda þétt utanum uppbyggingu atvinnulífsins. Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og sem rekstrarmanneskja vel ég að fara skynsamlega með fjármuni bæjarbúa til hagsmuna fyrir bæjarfélagið í heild. Við eigum að halda áfram að greiða niður skuldir bæjarsjóðs þannig að við séum ekki að eyða of stóru hlutfalli bæjarsjóðs í fjármagnskostnað. Ég tel okkur hafa gert ágætlega þessum málefnum á nústandandi kjörtímabili. Ég tel að samvinna bæjarstjórnar skili mestu til bæjarbúa og sé til hagsbóta fyrir bæjarfélagið í heild og því er nauðsynlegt að vinna að bæjarmálum að fagmennsku og gegnsæi og nauðsynlegt að horfa upp úr pólitískum flokkadráttum. Mér þykir afar vænt um bæinn minn og sé mikið af tækifærum sem mig langar til að nýta í þágu bæjarfélagins en til þess að geta það þurfum við stuðning bæjarbúa í kosningunum.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Langisandur og leiðin milli Seljarlandsfoss og Skógarfoss undir Eyjafjöllum, að meðtöldum fossunum tveimur. Hundar eða kettir?Hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu?Á þrjár sem ekki er hægt að gera upp á milli en það er þegar ég fékk börnin mín þrjú fyrst í hendurnar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hrossalund grilluð à la Eggert. Hvernig bíl ekur þú?Svörtum Bens. Besta minningin?Sú sem kemur upp í huga mínum er brúðkaupsferðin með eiginmanni mínum til Kuala Lumpur og Balí, meiriháttar staðir og frábært fólk. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, það hefur komið fyrir að ég hef verið að flýta mér um of í umferðinni. Hverju sérðu mest eftir?Að hafa ekki verið duglegri að heimsækja ömmur mínar og afa þegar þau voru á lífi. Draumaferðalagið?Að fara í heimsreisu með megináherslu á Asíu. Hefur þú migið í saltan sjó?Já ég held að ég hafi gert það einu sinni. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Að þiggja gistingu hjá öldruðum manni í Róm á bakpokaferðalagi með 2 vinkonum mínum um Evrópu fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Hefur þú viðurkennt mistök?Já margoft. Hef einnig viðurkennt að vera ekki fullkomin. Hverju ertu stoltust af?Börnunum mínum þremur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32 Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32
Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37