Mikill fjöldi styður bloggara í baráttu við eiginkonu bæjarstjóra Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 11:12 Styrmir Barkarson. Vísir/GVA „Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
„Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira