„Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 16:26 Sveinbjörg Birna hefur ekki heyrt í Sigmundi Davíð vegna ummælanna um afturköllun lóðarinnar sem Félag múslima fékk frá Reykjavíkurborg. vísir/valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, hefur ekkert heyrt í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eða forystu Framsóknarflokksins vegna ummæla sinna um afturköllun lóðar til Félags múslima. Ummælin hafa reynst afar umdeild, og hafa af mörgum verið túlkuð sem dekur við andúð á innflytjendum. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með ummælin og hefur formlegrar afstöðu formanns eða þingflokks verið beðið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur komið sér hjá því að tjá sig um málið. Nú liggur fyrir að ekkert hefur verið fjallað um þetta mál millum þeirra Sveinbjargar Birnu og Sigmundar Davíðs eða forystu flokksins. Sigmundur Davíð sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hafi ekki sett sig inn í málið. „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“ Sveinbjörg Birna sendi fyrir skömmu frá sér tilkynningu og í henni kemur fram að hún telji að sama eigi yfir alla að ganga þegar um lóðaúthlutanir til trúarhópa eru annars vegar. Þetta þýðir, í ljósi umdeildra ummæla hennar að hún vilji láta afturkalla lóðarúthlutun til Félags múslima; að lóð sem var Ásatrúarfélagið fékk einnig úthlutað eigi einnig að afturkalla.Viltu þá afturkalla allar lóðarúthlutanir til trúfélaga?„Ég vil að minnsta kosti setja þetta allt í íbúakosningu,“ svarar hún spurningu Vísis.Virðir tjáningarfrelsi utanríkisráðherraSveinbjörg Birna segist hafa séð ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar og Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra en bæði hafa þau sagt að að skoðanir hennar varðandi lóðarúthlutunina endurspegli ekki stefnu flokksins. Fleiri Framsóknarmenn hafa lýst því yfir að þeir séu ósammála Sveinbjörgu, til dæmis leiðtogar flokksins í Fljótsdalshéraði og í Reykjanesbæ . „Já, Framsóknarflokkurinn er stór flokkur og innan hans rúmast mörg mismunandi sjónarmið.“En hvað finnst þér um þessi ummæli Gunnars Braga og Sigrúnar?„Ég virði tjáningarfrelsi þeirra, alveg eins og ég vona að þau virði tjáningarfrelsi mitt. Þau hafa fullan rétt á að hafa sína skoðun á þessu,“ svarar Sveinbjörg.Lóðaúthlutun til ásatrúarmanna gangi til bakaViðbrögð við yfirlýsingu Sveinbjargar Birnu hafa verið mikil og þannig sendu ásatrúarmenn fram opinbera fyrirspurn til oddvitans og spurðu hvort hún vildi draga til baka lóðarúthlutun til þeirra líka, en þeir eru í sömu sporum og múslimir; hafa fengið lóð en byggingarframkvæmdir eru ekki hafnar. Svar barst frá Sveinbjörgu Birnu á fjórða tímanum í dag í áðurnefndri yfirlýsingu: „Ég hef talað um að ég sé á móti ókeypis úthlutun lóða til trúfélaga og í því miði eigi jafnt yfir alla að ganga. Ég hef einnig talað um að ég telji að borgarbúar eigi í krafti lýðræðis að fá að eiga síðasta orðið í borgaralegri leynilegri atkvæðagreiðslu, hvort að slíkar úthlutanir eigi yfirhöfuð að eiga sér stað. Þá tel ég eðlilegt að Alþingi taki það upp að endurskoða lög nr. 35/1970 um Kristnisjóð þar sem segir í 5. gr. „Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, hefur ekkert heyrt í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eða forystu Framsóknarflokksins vegna ummæla sinna um afturköllun lóðar til Félags múslima. Ummælin hafa reynst afar umdeild, og hafa af mörgum verið túlkuð sem dekur við andúð á innflytjendum. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með ummælin og hefur formlegrar afstöðu formanns eða þingflokks verið beðið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur komið sér hjá því að tjá sig um málið. Nú liggur fyrir að ekkert hefur verið fjallað um þetta mál millum þeirra Sveinbjargar Birnu og Sigmundar Davíðs eða forystu flokksins. Sigmundur Davíð sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hafi ekki sett sig inn í málið. „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“ Sveinbjörg Birna sendi fyrir skömmu frá sér tilkynningu og í henni kemur fram að hún telji að sama eigi yfir alla að ganga þegar um lóðaúthlutanir til trúarhópa eru annars vegar. Þetta þýðir, í ljósi umdeildra ummæla hennar að hún vilji láta afturkalla lóðarúthlutun til Félags múslima; að lóð sem var Ásatrúarfélagið fékk einnig úthlutað eigi einnig að afturkalla.Viltu þá afturkalla allar lóðarúthlutanir til trúfélaga?„Ég vil að minnsta kosti setja þetta allt í íbúakosningu,“ svarar hún spurningu Vísis.Virðir tjáningarfrelsi utanríkisráðherraSveinbjörg Birna segist hafa séð ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar og Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra en bæði hafa þau sagt að að skoðanir hennar varðandi lóðarúthlutunina endurspegli ekki stefnu flokksins. Fleiri Framsóknarmenn hafa lýst því yfir að þeir séu ósammála Sveinbjörgu, til dæmis leiðtogar flokksins í Fljótsdalshéraði og í Reykjanesbæ . „Já, Framsóknarflokkurinn er stór flokkur og innan hans rúmast mörg mismunandi sjónarmið.“En hvað finnst þér um þessi ummæli Gunnars Braga og Sigrúnar?„Ég virði tjáningarfrelsi þeirra, alveg eins og ég vona að þau virði tjáningarfrelsi mitt. Þau hafa fullan rétt á að hafa sína skoðun á þessu,“ svarar Sveinbjörg.Lóðaúthlutun til ásatrúarmanna gangi til bakaViðbrögð við yfirlýsingu Sveinbjargar Birnu hafa verið mikil og þannig sendu ásatrúarmenn fram opinbera fyrirspurn til oddvitans og spurðu hvort hún vildi draga til baka lóðarúthlutun til þeirra líka, en þeir eru í sömu sporum og múslimir; hafa fengið lóð en byggingarframkvæmdir eru ekki hafnar. Svar barst frá Sveinbjörgu Birnu á fjórða tímanum í dag í áðurnefndri yfirlýsingu: „Ég hef talað um að ég sé á móti ókeypis úthlutun lóða til trúfélaga og í því miði eigi jafnt yfir alla að ganga. Ég hef einnig talað um að ég telji að borgarbúar eigi í krafti lýðræðis að fá að eiga síðasta orðið í borgaralegri leynilegri atkvæðagreiðslu, hvort að slíkar úthlutanir eigi yfirhöfuð að eiga sér stað. Þá tel ég eðlilegt að Alþingi taki það upp að endurskoða lög nr. 35/1970 um Kristnisjóð þar sem segir í 5. gr. „Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira