„Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30