Ertu með hausverk? 28. maí 2014 13:00 Mynd/Rikka Fyrir rúmu ári síðan gekk ég í gegnum stutt haustverkjatímabil. Persónulega er ég ekki hrifin af því að taka verkjatöflur, þó að ég geri það að sjálfsögðu stundum, og vildi því leita að náttúrulegri skyndilausn... og það í hvelli. Um þetta leyti var ég á ferðalagi með móður minni og fór að ræða um hausverkinn sem að herjaði á mig og auðvitað var hún með lausn, enda með ráð undir rifi hverju við hverskyns kvillum. Hún hefur ferðast mikið um Ítalíu og sagði mér frá aldagömlu hauskverkjaráði sem notað væri á þeim slóðum. Eldsterktur Espresso með matskeið af ferskum sítrónusafa var það heillinn. Kann að hljóma undarlega en þetta prófaði ég og viti menn, það snarvirkaði. Hausverkurinn hvarf fyrir fullt og allt og hefur lítið látið sjá sig síðan.. nema þó á tyllidögum. Mér líkaði bragðið það vel að síðan þá drekk ég ekki kaffi án sítrónu, nema í neyð. Heilsa Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp
Fyrir rúmu ári síðan gekk ég í gegnum stutt haustverkjatímabil. Persónulega er ég ekki hrifin af því að taka verkjatöflur, þó að ég geri það að sjálfsögðu stundum, og vildi því leita að náttúrulegri skyndilausn... og það í hvelli. Um þetta leyti var ég á ferðalagi með móður minni og fór að ræða um hausverkinn sem að herjaði á mig og auðvitað var hún með lausn, enda með ráð undir rifi hverju við hverskyns kvillum. Hún hefur ferðast mikið um Ítalíu og sagði mér frá aldagömlu hauskverkjaráði sem notað væri á þeim slóðum. Eldsterktur Espresso með matskeið af ferskum sítrónusafa var það heillinn. Kann að hljóma undarlega en þetta prófaði ég og viti menn, það snarvirkaði. Hausverkurinn hvarf fyrir fullt og allt og hefur lítið látið sjá sig síðan.. nema þó á tyllidögum. Mér líkaði bragðið það vel að síðan þá drekk ég ekki kaffi án sítrónu, nema í neyð.
Heilsa Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp